| Arnar Magnús Róbertsson
TIL BAKA
Sigurinn skipti mestu máli
Fyrirliðanum Steven Gerrard var skipt útaf fyrir hinn Brasilíska Lucas Leiva þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum gegn Everton. Steven var svekktur yfir að hafa ekki fengið að klára leikinn en viðurkennir að sigurinn hafi verið fyrir öllu.
"Ég er frá Liverpool og því skipta nágrannaslagirnir mig miklu máli og ég hefði ekkert meira viljað en að vera áfram inná þegar við skoruðum sigurmarkið. En því fór sem fór og mér var skipt útaf fyrir Lucas Leiva sem spilaði stórt hlutverk í sigurmarkinu. Ég var særður og vonsvikinn að vera tekinn útaf því einsog ég sagði þá er ég frá Liverpool og þessir leikir eru þeir stærstu í mínum huga."
"Ég mun ræða við Benítez af hverju mér var skipt útaf en ég verð samt ekkert að banka á hurðina hjá honum eða eitthvað þannig. Við munum bara ræða þetta og allt sem verður sagt verður bara milli mín og hans. En ég hef spilað fótbolta það lengi að ég veit að enginn mun spila allar mínútur í öllum leikjum og það verða tímar sem ég mun hvíla einsog allir aðrir."
"Það mikilvægasta er að við unnum leikinn"
"Þegar við töpuðum þarna á síðasta tímabili fór ég með slæma tilfinningu og það fór ekki næstum því strax svo það er gott að hafa enga svoleiðis tilfinningu núna"
Það er ljóst að Steven Gerrard hefur ekki verið að spila nægilega vel undanfarnar vikur þá studdu aðdáendur Liverpool sem staddir voru á Goodison Park sérstaklega við bakið á honum og hann þakkar fyrir sig.
"Aðdáendurnir stóðu við bakið á mér, það var frábært og ég elskaði það. Ég veit að ég hef ekki verið að spila minn besta fótbolta undanfarið en ég er að reyna einsog ég get til að komast í það form sem ég best get og það er gott að fá stuðning frá stuðningsmönnum"
"Ég er frá Liverpool og því skipta nágrannaslagirnir mig miklu máli og ég hefði ekkert meira viljað en að vera áfram inná þegar við skoruðum sigurmarkið. En því fór sem fór og mér var skipt útaf fyrir Lucas Leiva sem spilaði stórt hlutverk í sigurmarkinu. Ég var særður og vonsvikinn að vera tekinn útaf því einsog ég sagði þá er ég frá Liverpool og þessir leikir eru þeir stærstu í mínum huga."
"Ég mun ræða við Benítez af hverju mér var skipt útaf en ég verð samt ekkert að banka á hurðina hjá honum eða eitthvað þannig. Við munum bara ræða þetta og allt sem verður sagt verður bara milli mín og hans. En ég hef spilað fótbolta það lengi að ég veit að enginn mun spila allar mínútur í öllum leikjum og það verða tímar sem ég mun hvíla einsog allir aðrir."
"Það mikilvægasta er að við unnum leikinn"
"Þegar við töpuðum þarna á síðasta tímabili fór ég með slæma tilfinningu og það fór ekki næstum því strax svo það er gott að hafa enga svoleiðis tilfinningu núna"
Það er ljóst að Steven Gerrard hefur ekki verið að spila nægilega vel undanfarnar vikur þá studdu aðdáendur Liverpool sem staddir voru á Goodison Park sérstaklega við bakið á honum og hann þakkar fyrir sig.
"Aðdáendurnir stóðu við bakið á mér, það var frábært og ég elskaði það. Ég veit að ég hef ekki verið að spila minn besta fótbolta undanfarið en ég er að reyna einsog ég get til að komast í það form sem ég best get og það er gott að fá stuðning frá stuðningsmönnum"
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan