| Sf. Gutt

Umsagnir

Það er alltaf fróðlegt að lesa umsagnir sparkspekinga um framgöngu leikmanna. Staðarblaðið Daily Post gaf leikmönnum Liverpool þessar umsagnir eftir sigurinn góða á Goodison Park á laugardaginn. Er fólk svo sammála þessu áliti sem hér fer?

PEPE REINA: Það var engin endurtekning á martröð Spánverjans í grannaslagnum á síðustu leiktíð. Hann var mjög traustur í markinu og kom boltanum oft í leik á snjallan hátt. Einkunn: 7.

STEVE FINNAN: Það reyndi ekki svo mikið á írska bakvörðinn því Everton tefldi ekki fram hefðbundnum útherja á vinstri kantinum. Einkunn: 7.

JOHN ARNE RIISE: Þar sem hann er reyndur í grannaslögum þá fékk hann sæti í liðinu á kostnað Alvaro Arbeloa. Hefði getað verið yfirvegaðri þegar hann skaut yfir úr góðu færi. Einkunn: 6.

SAMI HYYPIA: Í heild átti Finninn traustan leik. Honum er þó án efa létt að hafa endað í sigurliði eftir að hafa skorað stórbrotnasta sjálfsmark sem sést hefur í Merseybakkaslag frá því Sandy Brown skoraði frægt sjálfmark um árið. Einkunn: 5.

JAMIE CARRAGHER: Hann var ekki orðinn almennilega leikfær þegar hann lék í leik liðanna á Goodison Park á síðustu leiktíð. Þess vegna var hann, sem hélt með Everton á yngri árum, staðráðinn í að bæta fyrir úrslitin á síðustu sparktíð. Flestir, sem til sáu, telja hann heppinn að hafa ekki fengið á sig vítspyrnu eftir viðskipti hans við Jolean Lescott í uppbótartíma. Einkunn: 6.

STEVEN GERRARD: Fyrirliði Liverpool spilaði hægra megin á miðjunni. Hann náði sér á strik eftir vonbrigðin með enska landsliðinu og nældi í fyrri vítaspyrnu gestanna. Svo var honum skipt af velli fyrir að spila af "of miklum eldmóði". Einkunn: 7.

JAVIER MASCHERANO: Dauðakippirnir á stuttum ferli Argentínumannsins hjá West Ham komu þegar hann spilaði sex mínútur í 2:0 tapi fyrir Everton á Goodison í Desember síðastliðnum.  Hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Liverpool og nú var allt annað uppi á teningnum á þessum sama velli. Einkunn: 7.

MOMO SISSOKO: Hann hlaut hrós hjá framkvæmdastjóra sínum eftir leikinn fyrir að spila af miklum krafti. Það gerir hann alltaf en það vantar mikið upp á gæði sendinga hans. Einkunn: 6.

YOSSI BENAYOUN: Enn einn leikmaðurinn sem spilaði í sínum fyrsta grannaslag. Ísraelsmaðurinn ógnaði sífellt með brögðum sínum og var næstum búinn að leggja upp mark fyrir Liverpool snemma í leiknum. Einkunn: 7.

ANDRIY VORONIN: Hann heldur áfram að vinna sig í álit með því að spila af mikilli ákveðni og krafti. Einkunn: 8.

DIRK KUYT: Þessi vingjarnlegi Hollendingur missti stjórn á sér þegar hann stökk í áttina að Phil Neville og var heppinn að vera ekki rekinn af leikvelli fyrir bragðið. Á hinn bóginn þá hélt hann ró sinni þegar hann tók vítaspyrnurnar tvær. Einkunn: 7.

RYAN BABEL, leysti Yossi Benayoun af á 68. mínútu: Skorti yfirvegun en var ógnandi á hægri kantinum. Einkunn: 7.

LUCAS LEIVA, leysti Steven Gerrard af á 71. mínútu: Brasilíumaðurinn ungi fékk óvænta eldskírn. Hann hefði skoraði í uppbótartíma nema af því að Phil Neville varði með hendi. Einkunn: 7.

JERMAINE PENNANT, leysti Mohamed Sissoko af á 87. mínútu: Það kom svolítið á óvart að útherjinn skyldi ekki koma fyrr inn á þegar mótherjarnir voru aðeins 10 á vellinum. Einkunn: 6.

Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv...




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan