Besiktas jafn mikilvægur leikur
Xabi Alonso segir að leikurinn gegn Besiktas í Meistaradeildinni sé jafn mikilvægur og nágrannaslagurinn gegn Everton. Liverpool verða að vinna til þess að halda lífi í möguleikum sínum á að komast upp úr riðlinum.
Liðið er aðeins með 1 stig eftir tvo leiki í sínum riðli og nú þarf sigur að vinnast í Istanbúl til þess að Meistaradeildardraumurinn sé ekki úti þetta tímabilið.
Alonso, sem vonast til þess að vera búinn að ná sér af meiðslum, sagði við opinbera heimasíðu Liverpool: ,,Þetta er leikur þar sem sigur verður að vinnast. Þetta er mjög stór leikur vegna þess að ef við ætlum að ná okkur á strik í riðlinum þá verðum við að vinna þennan leik."
,,Þetta er gríðarlega mikilvægt, jafnvel mikilvægara en þrjú stigin sem við fengum á laugardaginn."
Leikmenn og þjálfaralið fljúga til Istanbúl nú í morgunsárið og mun flugið taka um fjóra klukkutíma. Alonso viðurkennir að leikmennirnir eigi örugglega eftir að finna fyrir ferðaþreytu.
,,Þetta hefur vissulega áhrif en við erum vanir þessu. Sem betur fer er leikurinn gegn Arsenal á sunnudaginn þannig að við höfum lengri tíma til að jafna okkur eftir leikinn og ferðalagið heim.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu