Torres ekki með gegn Besiktas
Fernando Torres mun ekki fara með Liverpool-liðinu í leikinn gegn Besiktas, sem fram fer í Istanbul á morgun. Xabi Alonso fer hins vegar með og gæti komið við sögu.
Torres meiddist á læri með landsliðinu fyrir rúmri viku og hefur síðan verið í stöðugri meðferð hjá sjúkraþjálfurum Liverpool. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú eftir fund Benítez með læknunum að láta Torres ekki leika þennan leik, sem er vissulega skarð fyrir skildi hjá okkar mönnum. Hann ætti hins vegar að vera orðinn heill fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudag.
Alonso hefur hins vegar jafnað sig nógu vel af ristarmeiðslum sínum, sem hann hefur átt við í mánuð, til að fara með liðinu til Istanbul. Alvaro Arbeloa og Daniel Agger verða ekki með vegna meiðsla.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna