Steve Staunton leystur frá störfum
Stjórn Knattspyrnusambands Írland hélt fund í gærkvöldi til að ræða stöðu írska landsliðsins og framtíð Steve Staunton landsliðþjálfara. Fundurinn var titlaður "neyðarfundur" í ýmsum fjölmiðlum. Niðurstaða fundarins, sem var langur og strangur, varð sú að leysa Steve frá störfum.
Steve Staunton, sem lék tvívegis með Liverpool, tók við írska landsliðinu af Brian Kerr í janúar 2006. Ráðning hans kom mjög á óvart því Steve hafði ekki mikla reynslu af þjálfun. Hann hafði til dæmis aldrei starfað sem framkvæmdastjóri. Áður en hann var gerður að landsliðsþjálfara hafði hann verið þjálfari hjá Walsall. Sir Bobby Robson var ráðinn til að vera ráðgjafi Steve en hann hefur lítið getað sinnt því starfi sökum veikinda. Írar misstu af möguleika á að komast í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða um daginn og það olli miklum vonbrigðum á Írlandi. Það varð því úr að Steve var leystur frá störfum sem landsliðsþjálfari. Það er alltaf leiðinlegt þegar fyrrum leikmönnum Liverpool gengur ekki sem best en svona tíðkast kaupin á eyrinni í knattspyrnunni.
Steve Staunton lék 148 leiki með Liverpool og skoraði átta mörk. Hann varð enskur meistari með Liverpool árið 1990 og vann F.A. bikarinn árið áður. Steve var síðasti leikmaðurinn, sem síðast varð enskur meistari með Liverpool 1990, til að spila með liðinu. Steve átti glæsilegan feril með írska landsliðinu og lék 102 landsleiki með því. Hann skoraði sjö landsliðsmörk. Enginn Íri hefur leikið fleiri landsleiki.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!