Crouch er tilbúinn
Peter Crouch segist vera tilbúinn í að leggja sitt af mörkum í næstu leikjum liðsins sem vægast sagt eru mikilvægir. Crouch hefur lítið spilað það sem af er tímabilinu en hann veit að það er ekki ástæða til að örvænta vegna þess að tímabilið er langt.
,,Maður verður að vera tilbúinn," sagði Crouch við opinbera heimasíðu félagsins.
,,Stjórinn mun breyta liðinu eitthvað fyrst að það eru meiðsli í okkar herbúðum þannig að maður þarf alltaf að vera tilbúinn og ég er það svo sannarlega. Við vorum að enda við að spila við Everton og nú er komið að Meistaradeildinni og Arsenal. Þetta eru stórir leikir og ég vil taka þátt í þeim."
Crouch, sem skoraði 18 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili, hefur lítið fengið að spila það sem af er þessu tímabili og hefur hann aðeins skorað eitt mark í þeim sjö leikjum sem hann hefur tekið einhvern þátt í. Það skal þó haft í huga að hann hefur nokkrum sinnum komið inná sem varamaður undir lok leikja og því ekki fengið að spila margar mínútur.
Crouch man vel eftir markinu glæsilega gegn Galatasaray á Anfield í fyrra sem og þrennunni sem hann skoraði gegn Arsenal og vonast hann til þess að næstu tveir leikir muni verða honum gæfuríkir.
,,Þetta eru góðir fyrirboðar," sagði hann. ,,Þrennan sem ég skoraði var ein af mínu bestu stundum fyrir félagið og markið gegn Galatasaray var sennilega besta mark sem ég skoraði á síðasta tímabili þannig að ég myndi ekki hafna því að fá að endurtaka þessi afrek. Þetta gerist ekki oft. Robbie (Fowler) minnti mig á það að hann hefði skorað þrennu gegn Arsenal á fjórum mínútum !"
,,En við getum víst ekki allir afrekað eitthvað slíkt þannig að ég var bara ánægður með að hafa náð þrennunni."
Eftir að hafa leikið illa í undanförnum leikjum náðist mikilvægur sigur gegn Everton á Goodison Park og mun sá sigur sennilega auka sjálfstraust manna sem ekki veitir af fyrir næstu leiki. Crouch segir að menn verði að taka þetta sjálfstraust með sér út á völlinn í kvöld.
,,Það var svo sannarlega gott andrúmsloft í búningsherberginu eftir leikinn á laugardaginn. Þetta er einn besti leikur sem ég hef séð. Allir strákarnir voru uppveðraðir og þetta var gríðarstórt, stórleikur fyrir borgina. Við vorum vonsviknir á síðasta tímabili eftir þennan leik þannig að við þurftum að vinna núna. Það mátti sjá á andlitum allra eftir leikinn. Þetta var stór leikur og því var gríðarlega mikilvægt að vinna leikinn."
,,Núna erum við semsagt komnir á rétta braut og vonandi náum við jákvæðum úrslitum hér í Tyrklandi fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!