Benítez: Getum enn komist áfram
Rafael Benítez er enn jákvæður um möguleika okkar á að komast upp úr riðlinum í meistaradeildinni þrátt fyrir tapið gegn Besiktas í gærkvöldi. Staðan er þó allt annað en góð - eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins.
"Ég var ánægður með frammistöðuna en við gátum ekki nýtt færin. Þegar maður skýtur 28 sinnum á markið á útivelli og er með boltann næstum 60% af tímanum er það yfirleitt nóg til að vinna leik. Okkur var refsað fyrir ein mistök í fyrri hálfleik eftir að hafa átt fjölda færa. Markvörðurinn þeirra var frábær en við hefðum átt að nýta færin okkar betur.
Auðvitað er það mjög erfitt fyrir okkur að komast áfram núna en ég hef trú á að við getum það ennþá. Það eru enn þrír leikir eftir og við verðum að vinna þá alla, en við getum það."
Næstu tveir leikir í meistaradeildinni eru heimaleikir, fyrst gegn Besiktas og síðan gegn Porto. Síðasti leikurinn er svo útileikur gegn Marseille í desember. "Við verðum að bíða og sjá hvað við verðum að geta, hvernig þetta mun liggja fyrir okkur. Það hjálpaði okkur að Porto gerði jafntefli við Marseille í hinum leiknum, það eykur möguleika okkar.
Ef við spilum áfram eins og við gerðum í þessum leik, með því að ráða svo miklu, eigum við möguleika. Ég lít ekki á þetta sem prófraun fyrir mig sem framkvæmdastjóra. Svona er fótboltinn. Ef maður heldur áfram að gera rétta hluti, eins og við gerðum hér, náum við því sem við viljum."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!