Harry skoraði í sigri varaliðsins
Harry Kewell sneri aftur með stæl þegar varalið Liverpool sigraði varalið Newcastle 2:1 á Halliwell Jones leikvanginum í gærkvöldi. Hann skoraði fyrra mark Liverpool með skalla og var mjög líflegur í leiknum.
Liverpool réði leiknum frá byrjun. Nabil El-Zhar og Craig Linfield fengu fín færi og Harry Kewell var nálægt því að skora af 25 metra færi en markvörður Newcastle varði skot hans glæsilega. Harry sýndi síðan snilldartilþrif þegar hann sneri á varnarmann og átti glæsilega stungusendingu á Craig, en hann var dæmdur rangstæður. Harry Kewell skoraði hins vegar skömmu síðar, og þá með skalla eftir hornspyrnu frá Sebastian Leto.
Newcastle jafnaði þremur mínútum fyrir leikhlé þvert gegn gangi leiksins eftir að Ronald Huth hafði runnið á vellinum og þar með skilið Jonathan Godmark eftir á auðum sjó. Hann færði sér færið í nyt og skoraði.
Liverpool komst aftur yfir á ný eftir sjö mínútna leik, og var þar að verki Hollendingurinn Jordy Brouwer, en hann kom inná fyrir Harry í byrjun seinni hálfleiks. Markið kom eftir fyrirgjöf frá Craig Lindfield sem markvörður Newcastle missti frá sér. Hann bætti hins vegar fyrir þessi mistök skömmu síðar með frábærri markvörslu frá Craig Lindfield, sem var í dauðafæri. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum.
Martin Kelly. ungur varnarmaður, lék sinn fyrsta leik með varaliðinu og stóð sig vel.
Liverpool: Martin, Darby, Insua, Kelly, Huth, Spearing, Plessis, Lindfield (Pacheco 82. mín.), El Zhar, Kewell (Brouwer 46. mín. (Putterill 89. mín.) og Leto.
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Jay Spearing. Miðjumaðurinn átti enn og aftur afbragsleik. Hann átti þátt í öllum bestu sóknum Liverpool.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!