Liverpool-Arsenal, tölfræði
Leikir þessara liða hafa farið þannig að Liverpool hefur unnið 68 sinnum, Arsenal 58 sinnum og 40 sinnum hefur orðið jafntefli.
Á Anfield hefur Liverpool unnið 48 sinnum, Arsenal 21 sinnum og 14 sinnum hefur orðið jafntefli.
Á síðasta tímabil vann Liverpool Arsenal 4-1 á Anfield. Peter Crouch skoraði þrennu og Daniel Agger það fjórða. William Gallas skoraði fyrir Arsenal.
Liverpool hefur aðeins tapað tveimur af síðustu 14 deildarleikjum liðanna á Anfield.
Níu þrennur hafa verið skoraðar í deildarleikjum þessara liða. Átta þeirra hafa verið skoraða á Anfield, þar af fjórar síðustu þrennur.
Þrenna Peters Crouch á síðasta tímabili var fyrsta þrenna leikmanns Liverpool gegn Arsenal síðan í desembe 1995. Þá skoraði Robbie Fowler þrennu gegn Arsenal.
Síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð hefur Liverpool unnið 14 deildarleiki, Arsenal 9 og 7 sinnum hefur orðið jafntefli.
Liverpool hefur endað ofar í deildinni en Arsenal síðustu tvö tímabil.
Liverpool og Arsenal eru tvö af þeim átta liðum sem leitt hafa úrvalsdeildina í að minnsta kosti sólarhring á þessu tímabili.
Sá síðasti til að vera rekinn út af í leik þessara liða var Xabi Alonso. Það gerðist á Highbury í mars 2006.
Næsta jafntefli Liverpool verður það þúsundasta í sögu deildarkeppninnar hjá liðinu.
Liverpool og Arsenal eru tvö af aðeins þremur liðum sem eru ósigruð í deildarkeppninni á þessu tímabili. Þriðja liðið er Leeds United, sem leikur í 2. deild.
Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrri hálfleik í deildinni á Anfield síðustu 12 mánuðina.
Stærsti sigur Liverpool gegn Arsenal á Anfield kom í apríl 1964, 5-0. Stærsta tapið kom í nóvember 1952, 1-5.
Steven Gerrard leikur sinn 400. leik fyrir Liverpool ef hann spilar þennan leik. Hann verður þá 26. leikmaðurinn sem afrekar það.
Liverpool hefur skorað átta sinum á síðustu fimm mínútum leikjanna í vetur, þar á meðal mörk í uppbótartíma í tveimur síðustu deildarleikjum.
21 mark var skorað í fjórum leikjum milli þessara liða á síðasta tímabili.
Arsenal vann síðast deildarleik á Anfield í október 2004. Þá unnu þeir 2-1. Samu Hyypia skoraði sjálfsmark og Robert Pires gerði hitt markið.
Arsenal hefur ekki náð að halda hreinu á Anfield í síðustu átta leikjum þar. Síðast gerðist það þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í ágúst 1998.
Síðasta þrenna Arsenal gegn Liverpool kom á Highbury í apríl 2004. Thierry Henry skoraði þá þrennu.
Arsenal spilar nú 10. árið í röð í meistaradeildinni.
Arsene Wenger hefur unnið sjö af 21 deildarleik sínum gegn Liverpool síðan hann tók við liðinu árið 1996.
Flutningur Arsenal á Emirates-völlinn varð til þess að aðsóknarmet var slegið hjá liðinu. Aðsóknin var 60.045 áhorfendur að meðaltali á leik, en fyrra metið var 54.892 áhorfendur, sett á tímabilinu 1947-48.
Arsenal hefur unnið 21 deildarleik á Anfield. Aðeins Everton hefur unnið fleiri, 23.
Robin Van Persie var markahæsti leikmaður Arsenal í deildinni á síðasta tímabili með 11 mörk. Samt missti hann af síðustu 14 deildarleikjum liðsins vegna meiðsla.
William Gakkas skoraði í báðum leikjum Liverpool og Arsenal á síðasta tímabili. Hann hefur reyndar skoraði síðustu tvö deildarmörk Arsenal gegn Liverpool.
Jermaine Pennant spilaði 12 deildarleiki með Arsenal á þeim fimm árum sem hann var hjá liðinu. Hann var aðeins tvisvar í byrjunarliðinu.
Pennant skoraði þrennu, ásamt Robert Pires, í 6-1 heimasigri á Southamptin í maí 2003. Þar til í lok síðasta tímabils var það í eina skiptið sem tveir úr sama liðinu skora þrennu í saman leiknum í ensku úrvalsdeildinni.
Í leik liðanna í deildarbikanum í fyrra varð Arsenal fyrsta liðið í 76 ár til að skora sex mörk á Anfield. Þetta var aðeins í fjórða skiptið sem Liverpool fékk á sig sex mörk á heimavelli.
Arsenal hefur ekki tapað í síðust 16 deildarleikjum. Þeir töpuðu síðast gegn West Ham í apríl.
Emmanuel Adebayor leikur sinn 50. deildarleik fyrir Arsenal ef hann kemur við sögu í leiknum.
Síðasti leikmaður Arsenal sem var rekinn útaf á Anfield var Giovanni von Bronckhorst í desember 2001. Arsenal vann samt leikinn 2-1.
Af þeim félögum sem nú eru í ensku úrvalsdeildinni hefur Arsenal verið lengst samfleitt í efstu deild, eða síðan árið 1919.
Arsnenal er með sjö stigum meira nú en á sama tíma á síðasta tímabili (þ.e. eftir níu leiki).
Arsenal er ósigrað í 22 leikjum í öllum keppnum, eða síðan í ósigrinum gegn West Ham.
Liðið hefur jafnframt unnið 12 leiki í röð í öllum keppnum, eða síðan Blackburn gerði jafntefli við þá í ágúst.
Arsenal hefur ekki tapað á útivelli síðan þeir töpuðu á Anfield í mars. Þeir hafa unnið fjóra leiki og gert fjögur jafntefli.
Þeir hafa skoraði í öllum 15 leikjum sínum á þessu tímabili.
Arsenal hefur spilað níu deildarleiki á þessu tímabili. Aðeins þrír þeirra hafa verið á útivelli.
Markaskorarar á þessu tímabili: (deildin innan sviga):
Liverpool: Torres 7 (4), Kuyt 5 (2), Voronin 4 (3), Gerrard 3 (1), Alonso 2 (2), Benayoun 2 (1), Babel 1 (1), Crouch 1 (0), Hyypia 1 (0), Sissoko 1 (1), sjálfsmörk 1 (1).
Arsenal: Fabregas 11 (4), Van Persie 7 (5), Adebayor 6 (6), Hleb 4 (1), Walcott 4 (0), Rosicky 3 (2), Bendtner 3 (0), Eduardo 2 (0), Denilson 1 (0), Diaby 1 (1), Senderos 1 (1), Toure 1 (1), sjálfsmörk 2 (0).
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!