Lykileinvígi
Athygli allra áhugamanna um ensku knattspyrnuna mun beinast að Anfield Road í Liverpool á morgun þegar Arsenal kemur í heimsókn. Það er mikið undir í þessum leik. Dagblaðið Daily mail fjallaði í gær um leikinn og beinir sjónum sínum að því það kallar "lykilbaráttur" á vellinum.
Lykilbaráttur
Cesc Fabregas v Xabi Alonso
Einn af helstu kostum Cesc Fabregas er hæfileiki hans til að skapa sér svæði á miðjunni þar sem gjarnan er þröng á þingi. Þaðan á hann það til að gefa baneitraðar sendingar. Xabi Alonso hefur meiri varnarskyldum að gegn a en landi hans frá Spáni og það má reikna með því að hann verndi varnarlínu Liverpool áföllum.
Alexander Hleb v Alvaro Arbeloa
Það endurspeglar enginn leikmaður Arsenal betur framfarir liðsins en Alexander Hleb. Hvít Rússinn á það til að hverfa en þegar liðið spilar vel þá er hann jafnan einn aðalmaðurinn. Hann hefur þá frjálst hlutverk og skapar snjallar sóknir með þeim Cesc Fabregas og Tomas Rosicky. Það er hugsanlegt að Avaro Arbeloa gæti verið settur inn í liðið gæta hans.
Theo Walcott v Jamie Carragher
Einn eldsnöggur á móti örðum sem er ekki svo ýkja snöggur. Er ekki bara einn sem getur haft betur í þessu einvígi? Veriði ekki of viss. Theo sló í gegn á þriðjudaginn en hann á enn mikið ólært. Jamie býr yfir þeirri reynslu sem til þarf að halda honum í skefjum. En ef Theo kemst einn á móti einum á móti foringjanum í vörn Liverpool má búast við látum.
Svo er að sjá hvort þessir ágætu leikmenn verði valdir í lið liðanna á morgun. Hvorki Xabi eða Alvaro hafa spilað síðustu leiki með Liverpool en þær gætu vissulega komið við sögu á morgun.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!