Þrír meiddir eftir rimmuna gegn Arsenal
Leikurinn gegn Arsenal var dýrkeyptur. Þrír leikmenn Liverpool eru meiddir eftir rimmuna. Þar af meiddust tveir sem voru að koma úr meiðslum.
Fernando Torres kom inn í liðið eftir meiðsli en entist bara fyrri hálfleikinn. Hann virtist ekki vera almennilega leikfær og kannski fór hann of snemma af stað eftir meiðslin.
Xabi Alonso haltraði af leikvelli um miðjan síðari hálfleik. Hann meiddist á rist en þetta var fyrsti leikur hans eftir ristarbrot. Það er ekki vitað á þessari stundu hvort gömlu meiðslin voru að taka sig upp.
Til að bæta gráu ofan á svart þá er Javier Mascherano lemstraður eftir leikinn. Hann fékk spark í annan fótinn og haltraði um tíma. Það var á hinn bóginn ekki hægt að skipta honum af velli því búið var að nota alla skiptimennina.
Það mun skýrast á næstu dögum hversu alvarleg meiðsli þessara þremenninga eru. Í bili verðum við að vona það besta.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu