Fréttir af meiðslum
Margir eru forvitnir að vita hvað sé að frétta af þeim Fernando Torres, Xabi Alonso og Javier Mascherano eftir að þeir félagar meiddust gegn Arsenal á sunnudaginn. Fréttirnar eru því miður ekki góðar.
Fernando Torres verður frá í þrjár vikur í viðbót eftir að hann reif annan aðfærsluvöðva í læri. Meiðslin eru því þau sömu og síðast en nú er um annan vöðva að ræða. Nánar má sjá um þessi meiðsli hér (úr fyrri frétt okkar um meiðsli Torres). Þetta þýðir það að Torres missir a.m.k. af leikjum gegn Cardiff, Blackburn, Besiktas og Fulham og verður hann líklega ekki með spænska landsliðinu í landsleikjahlénu sem verður í nóvember. Ef allt gengur að óskum ætti Torres að geta spilað gegn Newcastle þann 24. nóv.
Xabi Alonso fór í myndatöku og þar kom í ljós að hann hefur brákað bein í vinstri framrist. Alonso mun hitta sérfræðing á morgun og mun þá koma í ljós hversu lengi hann verður frá.
Loks má geta þess að Javier Mascherano fór einnig í myndatöku í dag og þar kom í ljós hvorki beinbrot né rifinn vöðvi. Hinsvegar mun hann gangast undir meðferð hjá læknaliði Melwood þar sem hann er mjög marinn á öðrum fæti.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu