Gamall finnskur vörubíll
Það vakti athygli manna þegar Arnar Björnsson notaði heldur óvenjulegt orðalag um hinn ágæta Sami Hyypia í leik Liverpool og Arsenal í gær en raunin er sú að Arnar ber mikla virðingu fyrir kappanum.
Arsenal var í sókn og Arnari leist ekki betur á varnartilburði Sami Hyypia en svo að hann sagði að "hann er eins og gamall finnskur vörubíll". Þessi ummæli vöktu frekar mikla kátínu þar sem ég sat allavega á fánadeginum í Allanum á Akureyri. Arnar er nú oft orðheppinn en það má nú vart ganga svo nærri gamla góða Finnanum okkar sem hefur staðið sig með miklum sóma fyrir Liverpool. Því varð úr að fréttaritari heimsótti Arnar í vinnuna og kom honum í skilning um ágæti Hyypia sem var nú reyndar ekki mikið þrekvirki því Arnar ber mikla virðingu fyrir kappanum en finnst hann engu að síður hafa látið á sjá eins og mörgum öðrum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur Leedsarinn Arnar Björnsson ekkert annað en takmarkalausa virðingu fyrir finnska klettnum í vörninni.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!