Hobbs með verk í eyrunum eftir Carra!
Jack Hobbs þakkar Jamie Carragher fyrir aðstoðina í leiknum gegn Cardiff í gær. Hann segir að Jamie hafi verið duglegur að kalla á hann, reyndar svo duglegur að eyrun þoldu varla álagið!
"Hann lét mig ekki í friði í allt kvöld, sem var mjög gott. Hann rak mig í rétta stöðu og leiðbeindi mér, sem gerir lífið auðvitað mun auðveldara þegar maður er að spila sinn fyrsta leik. Ég er kannski með smá verk í eyrunum en það er í góður lagi.
Fyrir utan eyrnaverkinn nefbrotnaði Hobbs í leiknum en æfði samt með liðinu í dag eftir að nefinu var komið á sinn stað. Hann var auðvitað hæstánægður með að hafa spilað sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool. "Þetta var nánast óraunverulegt. Sérstaklega í síðari hálfleik þegar ég gat séð alla Kopstúkuna. Það var mjög sérstakt. Ég náði nokkrum sinnum að koma mér þar nálægt og ég hef aldrei upplifað annað eins.
Það var líka gaman að gæta tveggja stórra nafna í enska boltanum, Robbie og Jimmy Floyd. Það var ótrúlegt að spila gegn Robbie á Anfield. Sumir af strákunum kalla hann ennþá Guð, og þetta er nokkuð sem ég mun aldrei gleyma. Hann sagði: "allt´í góðu, Jacko?" við mig í byrjun leiksins. Ég held að mér hafi gengið ágætlega gegn honum þó að ég hafi misst af tveimur skallaboltum sem ég hefði átt að ná. En við unnum 2-1 og komumst áfram í næstu umferð, svo að það var hið besta mál."
Jack Hobbs vonast til að þetta geti verið byrjunin á einhverju meiru hjá sér í Liverpool.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!