Blackburn-Liverpool, tölfræði
Í deildinni hefur Liverpool unnið 48 sinnum í leikjum liðanna, Blackburn hefur unnið 34 sinnum og 36 sinnum hafa liðin skilið jöfn.
Á heimavelli Blackburn hefur Liverpool aðeins unnið 14 sinnum. Blackburn hefur 25 sinnum sigraði og liðin hafa gert 20 jafntefli.
Í þessum leik í fyrra skoraði Benni McCarthy eina mark leiksins og tryggði Blackburn þar með öll þrjú stigin.
Þetta var fyrsta tap Liverpool á útivelli gegn Blackburn í átta leikjum en fram að því hafði Liverpool unnið þrisvar og fjórum sinnum orðið jafntefli. Næsta tap á Ewood Park á undan þessum leik var í nóvember 1996, 3-0.
Síðan úrvalsdeildin var stofnuð hefur Liverpool unnið Blackburn fjórum sinnum á útivelli, gert fjögur jafntefli og tapað fimm sinnum.
Liverpool hefur aðeins einu sinni tapað fyrir Blackburn í síðustu 17 deildarleikjum. Sjö sigrar hafa náðst og níu sinnum hefur orðið jafntefli.
Liverpool hefur aðeins einu sinni haldið hreinu á þessum velli í deildinni síðan árið 1946. Það var á síðasta ári þegar Robbie Fowler skoraði eina mark leiksins.
Liverpool hefur unnið Blackburn ellefu sinnum og tapað sex sinnum í 26 leikjum liðanna í úrvalsdeildinni.
Stærsti sigur Liverpool gegn Blackburn á útivelli kom í febrúar 1966, 4-1. Þetta er í eina skipti sem Liverpool hefur skorað fleiri en þrjú mörk í deildarleik á Ewood Park.
Stærsta útivallatap gegn Blackburn kom í september 1913, 6-2.
Ef Liverpool nær ekki að skora í leiknum verður það í fyrsta sinn síðan á árunum 1923-24 sem liðið næst ekki að skora í tveimur heimsóknum í röð til Blackburn.
Andriy Voronin lék á þessum velli með Bayer Leverkusen á síðasta tímabili í markalausu jafntefli í UEFA-bikarnum. Þýska liðið vann viðureignina samanlagt 3-2.
Ef Steven Gerrard leikur með verður hann fyrirliði í 131. sinn í ensku úrvalsdeildinni. Þar með slær hann met Sami Hyypia sem var fyrirliði 130 sinnum í úrvalsdeildinni.
Liverpool er með besta árangurinn á útivelli í ensku úrvalsdeildinni - fjórir sigrar og eitt jafntefli í fimm leikjum.
Ef Liverpool sigrar í dag verður byrjunin á útivelli sú besta í deildinni síðan árið 1990.
Liverpool hefur ekki tekist að halda hreinu í síðustu sex leikjum í öllum keppnum.
Næsta jafntefli Liverpool verður það 150. í ensku úrvalsdeildinni.
Næsta mark sem Liverpool fær á sig verður það 100. í deildinni síðan Rafa Benítez tók við liðinu (í 125. leiknum hann).
Danny Shea var síðasta leikmaður Blackburn til að skora þrennu gegn Liverpool - hann skoraði fjögur mörk í framangreindum 6-2 sigri.
Síðasti leikmaðurinn til að skora þrennu í leik þessara liða í deildinni á útivelli var Billy Liddel sem skoraði þrennu í 3-3 jafntefli í febrúa 1958. Aðeins einn annar leikmaður hefur afrekað þetta, Dick Forshaw árið 1923. Ian Rush skroaði þrennu í deildarbikarleik á útivelli árið 1994.
Í síðustu fimm leikjum á þessum velli í öllum keppnum hafa komið 17 mörk, tvö rauð spjöl og þrjú víti.
Á síðasta tímabili tapaði Blackburn sjö leikjum í deildinni - fleiri en nokkurt annað lið sem ekki var meðal sjö neðstu liða í deildinni. Aðeins Manchester City, West Ham og Watford töpuðu fleiri heimaleikjum.
Í vetur hefur Blackburn aðeins tapað einu sinni á heimavelli - gegn Portsmouth.
Þeim hefur gengið prýðilega gegn bestu liðum deildarinnar - gert jafntefli við Chelsea á útivelli og Arsenal á heimavelli og unnið Manchester City.
Benni McCarthy skoraði í báðum leikjum liðanna á síðasta tímabili. Aðeins einn annar, William Gallas hjá Arsenal, náði að skora í báðum leikjum síns liðs gegn Liverpool.
Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur deildarleikjum.
Mark Hughes, stjóri Blackburn, er nýorðinn 44 ára (tveimur dögum fyrir leik). Næsti sigurleikur Blackburn í deildinni verður sá 50. síðan hann tók við liðinu.
Liðið hefur unnið síðustu sjö leiki sína í öllum keppnum, þar af síðust fjóra í deildinni.
Þeir hafa ekki náð að halda markinu h reinu í síðustu sex leikjum í öllum keppnum.
Blackburn hefur aðeins tapað einum af síðustu 16 deildarleikjum - heimaleiknum gegn Portsmouth í september.
Sigurleikur Blackburn gegn Tottenham á sunnudaginn var fjórði sigurleikur þeirra í röð í deildinni. Þetta er besta törn þeirra síðan í maí 2004.
Ef Blackburn vinnur leikinn verður það í fyrsta sinn síðan í nóvember 2000 sem þeir vinna fimm leiki í röð í deildinni.
Brad Friedel hefur leikið 124 leiki í röð í deildinni fyrir Blackburn.
Friedel lék 31 leik fyrir Liverpool á sínum tíma auk þess sem Stephen Warnock skoraði eitt mark í 67 leikjum fyrir Liverpool.
Aðeins Friedel og David Bentley hafa leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!