Ekki heimsendir að komast ekki áfram
Rafael Benítez er vongóður um góð úrslit gegn Besiktas á morgun. Hins vegar sé það enginn heimsendir þó að Liverpool komist ekki upp úr riðlinum.
"Er ég hissa á að við séum í þessari stöðu? Nei. Í þessari keppni getur maður lent í vandræðum ef maður gerir ein mistök og það hefur gert núna. Vegna fyrri afreka okkar í keppninni segir fólk að nú sé einhverju lokið ef við föllum úr keppni núna. Það er hins vegar ekki heimsendir ef við töpum. Ef við gerum rétta hlut gegn Besiktas og vinnum höfum við sjálfstraust til að halda áfram og vinna aftur. Ef við getum ekki unnið þá þrjá leiki sem eru eftir og endum í UEFA-bikarnum verðum við að sætta okkur við það.
Ég ætla ekki að gera sjálfan mig vitlausan á því að hugsa um tölfræðina - það er ekki hægt að gera neitt í öðrum liðum fyrr en maður spilar gegn þeim. En nú er tíminn til að hafa trú á liðinu."
En það eru ekki aðeins fyrri afrek sem gera það að verkum að mikilvægt er að komast áfram, heldur einnig peningarnir. "Við vitum að leikurinn gegn Besiktas er mikilvægur en ef maður nálgast leikinn undir þrýstingi gerir maður mistök. Við verðum að sigra en við verðum að spila af sjálfstrausti. Ef við förum áfram verður peningamálin auðveldari, en langtímaátælun okkar stendur ekki og fellur með þessari keppni."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!