Við höfum trú
Steven Gerrard er sannfærður um að hann og liðsfélagar hans geti bjargað sér fyrir horn í Meistaradeildinni með því að vinna þá þrjá leiki sem eftir eru í riðlinum.
Liðið situr á botni A-riðils eftir þrjá leiki með aðeins 1 stig. Á þriðjudagskvöldið koma Besiktas menn í heimsókn og þann leik verður Liverpool að vinna til að halda möguleikum sínum á lífi. Eftir þann leik koma svo Porto menn í heimsókn í ennþá mikilvægari leik og loks lýkur riðlakeppninni með leik í Frakklandi gegn Marseille.
Allt annað en sigur í þessum þrem leikjum mun þýða að Liverpool verður ekki í hattinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar í desember. Gerrard viðurkennir að þetta verða erfiðir leikir en hann hefur þó trú á verkefninu.
,,Að gefast upp eða fara að vorkenna sjálfum okkur er eitthvað sem við hugsum ekki um. Eftir ósigurinn gegn Besiktas gátum við eiginlega ekki trúað því að við hefðum ekki fengið neitt útúr leiknum. Við vorum meira með boltann á þeirra vallarhelmingi og áttum fleiri tækifæri en þeir refsuðu okkur með skyndisóknum."
,,Við höfum verið í þessari stöðu áður, margoft og kannski einum of oft ef útí það er farið, en við höfum alltaf komist uppúr svona stöðu."
Gerrard bendir á síðbúinn sigur gegn Olympiakos, sem hann átti stóran þátt í, en í þeim leik leit allt út fyrir að Meistaradeildardraumur félagsins væri úti það tímabilið. Allir vita svo hvernig það endaði !
Hann bætti við: ,,Við náðum einnig að koma sterkir til baka í Istanbúl og í Cardiff gegn West Ham í bikarúrslitunum. Þetta voru úrslitaleikir, en það er engin ástæða fyrir því af hverju við ættum ekki að ná okkur á strik í síðustu þremur leikjum okkar í riðlinum."
Gerrard telur einnig að andrúmsloftið á Anfield muni hjálpa leikmönnum og gefa þeim aukinn kraft.
,,Það hjálpar að tveir af þessum þremur leikjum eru á heimavelli, fyrst Besiktas og svo Porto. Það er mjög þýðingarmikið fyrir okkur, stuðningsmennirnir geta mætt til leiks og ýtt okkur áfram þegar við þurfum þess með. Þetta eru í raun þrír bikarúrslitaleikir og við vitum að við getum þetta. Við höfum hinsvegar gert þetta mun erfiðara en það þarf að vera."
,,Ég get hinsvegar lofað því að við verðum tilbúnir í Besiktas leikinn og munum nýta færin okkar í þetta sinn."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni