| HI

Liverpool-Besiktas, tölfræði

Liverpool hefur leikið 279 Evrópuleiki - unnið 158, gert 59 jafntefli og tapað 62.

Í slagnum um Evrópubikarinn sjálfan hefur Liverpool spilað 148 leiki - unnið 86, gert 30 jafntefli og tapað 32.

Þetta er í fjórða sinn sem Liverpool spilar gegn tyrknesku liði, og annað tímabilið í röð sem það gerist.

Liðið vann Trabzonspor samanlagt 3-1 í Evrópukeppni meistaraliða 1976-77 og gerði tvö jafntefli við Galatasaray í riðlakeppni meistaradeildarinnar tímabilið 2001-02.

Á síðasta tímabili vann Liverpool og tapaði með sömu markatölu (3-2) fyrr Galatasaray í riðlakeppni meistaradeildarinnar.

Liverpool er nú tveimur mörkum frá því að ná 500 mörkum í Evrópukeppni.

Í öllum fyrri leikjum sem slíkur áfangi hefur náðst, þ.e. fyrsta markið, 50., 100. o.s.frv., hefur Liverpool unnið sigur.

Emile Heskey skoraði 400. mark Liverpool í Evrópukeppni í 5-0 sigri á Spartak Moskvu á Anfield í október 2002.

Liverpool hefur unnið tvo sigra og gert eitt jafntefli gegn tyrkneskum liðum á Anfield.

Eina mark Momo Sissoko á ferlinum fyrir þetta tímabil kom gegn Besiktas þegar hann lék gegn þeim með Valencia í UEFA-keppninni árið 2004.

Sjálfsmark Sami Hyypia í síðasta leik gegn Besiktas var fjórða sjálfsmarkið sem útileikmaður Liverpool hefur skoraði í Evrópukeppni. Ron Yeats, Geoff Strong og Phil Thompson hafa skorað hin þrjú. Markverðirnir Ray Clemence og David James hafa einnig fengið sjálfsmörk skráð á sig í Evrópuleik með Liverpool.

Steve Finnan getur orðið 17. leikmaðurinn til að spila 50 Evrópuleiki fyrir Liverpool. Sá síðasti til að ná þeim áfanga var John Arne Riise í ágúst 2005.

Ef Riise spilar þennan leik jafnar hann Phil Neal í 8. sætið yfir Evrópuleiki Liverpool, og spilar þá sinn 74. leik.

Sami Hyypia komst upp fyrir Tommy Smith í þriðja sætið þegar hann lék sinn 86. Evrópuleik með Liverpool í Istanbul í síðasta mánuði. Þessi leikur verður 100. Evrópuleikur hans á ferlinum.

Harry Kewell hefur ekki byrjað leik með Liverpool síðan í bikarúrslitaleiknum 2006.

Leikurinn verður 50. leikurinn sem Rafael Benítez stjórnar Liverpool í meistaradeildinni. Hann hefur unnið 28 leiki, gert níu jafntefli og tapað 12 leikjum.

Fimm sinnum á síðustu fimm tímabilum hafa lið komist áfram eftir að hafa fengið ekkert eða eitt stig í fyrstu þremur leikjunum í riðlakeppninni. Tvö ensk lið hafa afrekað þetta - Arsenal fékk tíu stig í keppninni á tímabilinu 2003-04 og tímabilið á undan vann Newcastle síðustu þrjá leiki sína eftir að hafa tapað fyrstu þremur.

Besiktas hefur spilað 123 Evrópuleiki - unnið 39, gert 27 jafntefli og tapað 57.

Í Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildinni hefur liðið spilað 55 leiki - unnið 18, gert 11 jafntefli og tapað 26.

Besiktas var stofnað árið 1903 og varð þar með fyrsta tyrkneska íþróttafélagið.

Liðið hefur 11 sinnum orðið tyrkneskur meistari og átta sinnum bikarmeistari. Þeir urðu síðast tyrkneskir meistarar tímabilið 2002-03.

Þeir komust í 8-liða úrslit í Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1986-87. Þá töpuðu þeir samanlagt 7-0 fyrir Dynamo Kiev.

Liðið komst einnig í 8-liða úrslit í UEFA-cup tímabilið 2002-03 en féllu þá úr leik fyrir Lazio.

Liðið hefur spilað í UEFA-keppninni síðustu þrjú árin. Síðasta tímabiið vann liðið aðeins einn af fjórum leikjum sínum í riðlakeppninni (gegn FC Brügge) og tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Tottenham.

Þetta er í fjórða sinn sem Besiktas kemst í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Liðið hefur aldrei náð að komast upp úr riðlakeppninni.

Þeir hafa tapað 13 af 21 leik sínum í riðlakeppninni og á tímabilinu 2000-01 fékk liðið á sig 17 mörk í sex leikjum.

Af þeim tíu leikjum sem liðið hefur spilað á útivelli í riðlakeppni meistaradeildarinnar hafa þeir tapað átta og gert eitt jafntefli. Eini sigurinn kom á Stamford Bridge tímabilið 2003-04 þegar þeir unnu 2-0.

Þeir hafa spila þrisvar í Englandi í Evrópukeppni og töpuðu hinum tveimur leikjunum - gegn Aston Villa og Leeds.

Besiktas hefur spilað tvo leiki síðan þeir unnu Liverpool fyrir hálfum mánuði og hvorugan unnið. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Belediyespor og töpuðu svo 2-1 á útivelli fyrir Fenerbache á laugardag.

Ricardinho lék með Corinthians á síðasta ári, rétt eins og Javier Mascherano.

Edouard Cisse lék gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu 2002-03, en þá lék hann með West Ham.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan