Steven Gerrard hefur trú á Dirk Kuyt
Það hefur ekki farið framhjá neinum að frammistaða Dirk Kuyt fyrir framan mark andstæðinganna hefur ekki verið til eftirbreytni undanfarið. Fyrirliðinn hefur hinsvegar trú á því að Kuyt muni finna netmöskvana fljótlega.
Kuyt hefur ekki skorað úr opnu spili í Úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann náði þó því að skora úr tveimur vítaspyrnum gegn Everton í nágrannaslagnum.
Leikurinn gegn Blackburn er sennilega leikur sem Kuyt vill ekki muna eftir en hann hefði getað skorað eitt eða tvö mörk í þessum leik sem og átt góða stoðsendingu á Steven Gerrard ef hann hefði metið stöðuna betur. Gerrard er hinsvegar ekki í neinum vafa að Kuyt mun finna netmöskva andstæðinganna fljótlega.
,,Það að misnota færi er daglegt brauð í fótbolta. Ég hef klúðrað færum áður og ég mun örugglega klúðra nokkrum í viðbót," sagði fyrirliðinn."
,,Það mikilvæga er hvernig maður bregst við og ég er ekki í vafa um að Dirk muni halda áfram að leggja hart að sér í að koma sér í stöður til að skora mörk. Ef hann heldur því áfram þá er ég viss um að mörkin munu koma á færibandi hjá honum."
,,Það þýðir lítið að gagnrýna einstaklinga þegar við sigrum ekki. Við sigrum sem lið, gerum jafntefli sem lið og töpum sem lið og það er það eina sem hægt er að segja um það. Þetta var einn af þessum leikjum fyrir Dirk á laugardaginn, en fólk ætti að minnast þess að hann gerði það sem hann gat úr þeim færum sem sköpuðust og vinnusemi hans var frábær enn og aftur."
,,Hann mun verða hetja á ný og vonandi verður hann það í kvöld."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni