| Arnar Magnús Róbertsson

Rafa um Besiktas, peninga og framtíð LFC

Ef Liverpool tapa gegn Besiktas þá eru möguleikar liðsins um að komast upp úr A riðlinum úr sögunni. Ef þeir hinsvegar vinna þá þurfa þeir að vinna Porto á Anfield í lok mánaðarins og síðan fara til Frakklands og vinna Marseille í byrjun desember til að komast áfram.

Þetta er erfitt en verðugt verkefni fyrir Benítez og strákana hans en ef þeim tekst ekki að komast upp úr riðlinum yrði það mikið áfall fyrir liðið.

Orðrómar um að fjárhagur Liverpool muni minnka um 17-20 milljónir punda og staða Benítez gæti orðið völt þá vísar Rafa þessum orðrómum á bug og segir ekkert að óttast. Fernando Torres er að snúa til baka eftir meiðsli og Benítez segist ekki finna fyrir neinni pressu að þurfa að nota Fernando og segir hópinn sem hann er með nógu öflugan til að komast áfram og vinna þessa síðustu þrjá leiki.

Benítez hafði þetta að segja: "Það kemur mér á óvart þessi umræða um þennan pening, ég hef heyrt að við munum tapa 17-20 milljónum punda, mér finnst það skrýtið því það er upphæðin sem félögin fá sem komast í úrslitaleikinn og það eru aðeins tvö lið."

"Við erum með á plönunum að byggja nýjan leikvang sem mun kosta 400 milljónir punda svo ef vup töpum einhverjum peningum þá verða það ekki nema u.þ.b 10 milljónir."

"Ekki gleyma að við höfum farið tvisvar í úrslitaleikinn á þremur árum, að detta út er ekki mikið fjárhagslegt bakslag fyrir félag eins og Liverpool Football Club"

Benítez sagði að hann hafði átt fund með Tom Hicks og George Gillet, eigendum liðsins og segir að peningar hafi ekki verið umræðu efnið heldur framtíð hans hjá klúbbnum, sem væri trygg enda nýtur hann trausts Gillett og Hicks.

Liverpool mun fá niðurstöður síðar í dag um hvort yfirvöld í Liverpoolborg leyfi byggingu nýja vallarins í Stanley Park. Í lok dags vona Liverpool menn að þeir fagni samþykki borgaryfirvalda og sigri eftir leik kvöldsins.

Benítez sagði: "Eigendurnir hljóta að vera ánægðir hvernig liðið og klúbburinn gengur, við erum að breyta miklu. Kannski er vandamálið að þegar þeir keyptu félagið vorum við að vinna Barcelona, Arsenal og svo Chelsea. Kannski héldu þeir að þetta væri auðvelt og að við kæmumst alltaf í úrslit, sérstaklega útaf því að við höfum spilað til úrslita tvisvar á þremur árum."

"Segðu mér hversu mörg lið hafa gert það, þeir vita núna hvað við getum gert og ég átti góðan fund um framtíðina. Þeir vita að við getum ekki unnið allt og styðja 100% við bakið á mér og vita að framtíðin er björt."

"Fólk segir að ég hafi 25 milljónir (til að eyða í janúar), eða 20 milljónir og sumir segja alls ekki neitt. Ég veit það ekki, en þegar ég talaði við eigendurna þá var umræðuefnið ekki peningar. Fjárhagslegt tap á að falla úr Meistaradeildinni er ekki eins mikið og fólk heldur, en við verðum að hugsa um fótboltann fyrst og fremst.

"Ef við vinnum ekki þennan leik, þá munum við ræða um peninga, en það er mikilvægara að við skorum mörk til að vinna leikinn og koma okkur áfram í keppninni."

"Við þurfum að spila með höfðinu og hjartanu gegn Besiktas. Við höfum alltaf ástríðu til að vinna og við viljum halda því en samt spila vel."

"Munurinn milli áhugamanna og atvinnumanna er sá að atvinnumennirnir nota höfuðið og hjartað."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan