Benítez: Viðvörun til annarra liða
Stórsigur Liverpool á Besiktas er viðvörun til annarra liða sem eru í sama riðli í meistaradeildinni, segir Rafael Benítez. Þau muni þurfa að hafa fyrir því að slá Liverpool út. Liverpool leikur næst gegn Porto heima og lokaleikur liðsins í riðlakeppninni er svo gegn Marseille á útivelli.
"Næsti leikur okkar er gegn Porto og þangað munum við að minnsta kosti mæta fullir sjálfstrausts og stuðningsmennirnir munu hafa trú á okkur. Porto þarf að koma á Anfield og þeir munu örugglega hafa áhyggjur. Önnur lið í Evrópu munu einnig gera sér grein fyrir því hvað við höfum gert. En við verðum auðvitað að vinna þessa síðustu tvo leiki, sama hversu mörg mörk við skorum í þeim.
Við höfum skapað okkur fjölda færa í síðustu leikjum en ekki náð að skora. Í þessum leik skoruðum við snemma og leikurinn opnaðist. Besiktas varð líka að vinna til að eiga von um að komast áfram þannig að þeir urði að sækja og það veitti framherjum okkar pláss. Það gerði hreyfingu okkar auðveldari, plássið var til staðar og framherjar okkar léku vel. En við verðum að vinna næstu tvo leiki og síðan sjá hvort það nægir.
Þegar maður skapar færi, skorar þrennu og spilar svona vel gefur það öllum sóknarmönnunum - Yossi, Ryan og Peter, mikið sjálfstraust og þeir hafa þá trú á því að þeir geti sótt með góðum árangri. Ef maður skorar fær maður sjálfstraust, það er munurinn frá því hvernig við höfum spilað upp á síðkastið. En þetta var góð frammistaða alls liðsins. Andriy Voronin skoraði ekki en hann átti mikinn þátt í spili okkar. Hann spilaði óeigingjarnt og á árangursríkan hátt. Hann lék frábærlega, og vörnin hélt hreinu svo að það er lítið sem ég get kvartað yfir, aðeins nokkur smáatriði."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!