Crouch pirraður yfir lélegri byrjun
Peter Crouch segir að stórsigurinn gegn Besiktas hafi aukið á pirring leikmanna yfir því að hafa ekki byrjað nógu vel í Meistaradeildinni.
Crouch skoraði fyrsta og síðasta markið í 8-0 stórsigri á Besiktas og er það stærsti sigurinn frá upphafi Meistaradeildarinnar, eins og áður hefur komið fram.
Þetta var fyrsti sigur liðsins í riðlinum en næstu tveir leikir þurfa líka að vinnast til þess að komast í 16-liða úrslitin, heimaleikur gegn Porto í lok nóvember og svo útileikur gegn Marseille í byrjun desember verða að vinnast.
,,Það er smá pirringur í okkur vegna stöðunnar sem við höfum komið okkur í. Fyrstu leikir okkar í riðlinum voru ekki eins góðir og við vitum að þeir hefðu getað orðið," sagði Crouch. ,,En við sýndum styrk okkar og gæði og nú þurfum við að sýna meiri stöðugleika. Auðvitað eru þetta frábær úrslit en við þurfum að spila svona oftar."
Crouch telur að frammistaða liðsins á miðvikudaginn sýni og sanni að leikmenn kunna að standast mikla pressu.
,,Ég held að þetta sýni nákvæmlega um hvað þetta snýst hjá okkur. Við vorum undir pressu fyrir leikinn, engin vafi var á því. Við höfðum gert verkefnið erfiðara fyrir sjálfa okkur með lélegri byrjun í riðlinum. Við vissum að við þurftum að vinna og það helst sannfærandi. Sem betur fer tókst það."
,,Það virðist vera að við sýnum okkar rétta andlit þegar við erum komnir með bakið upp við vegg. Við höfum verið undir pressu áður og höfum sýnt að við stöndumst hana enn og aftur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!