Carson seldur til Villa?
Scott Carson er nálægt því að ganga alfarið til liðs við Aston Villa en hann hefur verið á láni hjá félaginu á þessu tímabili.
Carson hefur staðfest það að samningur þess efnis, að hann gangi til liðs við Villa þegar lánssamningi lýkur, hafi verið samþykktur.
Carson gekk til liðs við Liverpool í janúar árið 2005 og hefur hann verið að mestu í láni síðan þá. Sheffield Wednesday, Charlton og svo núna Aston Villa hafa öll notað krafta Carson og hefur hann ávallt staðið sig vel. Hann hefur einnig staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað með Liverpool og kemur leikurinn við Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2005, á Anfield, upp í hugann.
Carson hafði þetta að segja: ,,Það sem ég vil núna er að setjast að hjá einu félagi næstu fimm eða tíu árin. Ég hef verið á mikið á lánssamningum undanfarin tvö tímabil. Það er ekki auðvelt að þurfa alltaf að flytja út um allt land. Það væri fínt ef ég gæti sest að hjá einu félagi sem mér líkar og þar sem stuðningsmönnunum líkar við mig."
,,Ég hef komið mér vel fyrir hjá Aston Villa undanfarna mánuði. Allir hjá félaginu hafa tekið mér vel og það hefur hjálpað mikið. Ég held að félögin tvö hafi komist að samkomulagi um, ef allir eru ánægðir, að gera dvöl mína hjá Villa endanlega og það er eitthvað sem ég myndi vilja. Ég vil vera markvörður númer eitt hjá Villa."
,,Ég held að ég hafi ekki gert mikið rangt hingað til og ég er sá fyrsti til að viðurkenna það ef ég mætti standa mig betur. Ég er ekki að fara að búa til neinar afsakanir fyrir mig."
Stjóri Villa, Martin O´Neill er ánægður með Carson en Thomas Sörensen hefur þurft að víkja sem aðalmarkvörður liðsins eftir komu Carson.
,,Scott hefur staðið sig mjög vel. Ég er mjög ánægður með hann. Hann er að bæta sig sem markvörður. Hann er ungur en hugarfar hans er frábært og hann vill endalaust bæta sig."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!