| Grétar Magnússon

Torres gerði gæfumuninn

Peter Crouch segir réttilega að Fernando Torres hafi gert gæfumuninn gegn Fulham á laugardaginn.  Torres kom inná eftir 70 mínútna leik og skoraði fyrsta mark leiksins 11 mínútum síðar.

Crouch sagði:  ,,Við höfum marga góða leikmenn innan okkar raða og ég tel að allir leikmennirnir hafi staðið sig vel.  En þegar Fernando kom inná jók hann möguleika okkar.  Ég verð að hrósa honum fyrir að hafa skorað markið og opnað leikinn."

,,Við urðum að vera þolinmóðir vegna þess hvernig leikstíll Fulham var, þeir vörðust vel og það var erfitt að brjóta þá á bak aftur.  Ég mér fannst við alltaf vera líklegir og að þeir myndu brotna fyrr en seinna.  Ég held að við hefðum skorað fleiri mörk ef leikurinn hefði verið lengri."

Crouch fiskaði svo víti fyrir Liverpool fjórum mínútum eftir mark Torres en í endursýningu mátti sjá að brotið átti sér stað utan teigs.  Crouch segir hinsvegar að það hefði ekki skipt neinu máli.

,,Ég veit ekki hvort þetta var innan eða utan teigs - þetta var á mörkunum en ég var tilbúinn að skjóta á markið og það er enginn vafi á því að skotið hefði endað í netinu," sagði Crouch og brosti útí annað.  ,,Þetta var klárt brot.  Stundum fær maður eitthvað útúr svona og stundum ekki.  Sem betur fer kláraði Stevie dæmið vel."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan