Arbeloa á skilið landsliðssæti
Þrátt fyrir góða frammistöðu fyrir Liverpool þá bíður hann enn eftir að fá fyrsta keiminn af að leika með aðallandsliði Spánar.
Rafael Benítez telur að það líði ekki að löngu þar til að hann fái tækifærið ef að hann heldur áfram að leika jafn vel og hann hefur verið að gera.
Rafael sagði: "Ef að hann heldur áfram að spila vel þá er ég fullviss um að hann muni fara með landsliðinu og spila leiki fyrir það. Hann var mjög óheppinn fyrr á tímabilinu þegar að hann var að spila mjög vel fyrir okkur og þá meiddist hann, hann hefði þá getað fengið tækifærið.
Ekki veit ég hversu nálægt hann er eða hvort að þjálfarinn sé að hugsa um hann, en það er á tæru að hann er að leika frábærlega fyrir okkur. Þegar við keyptum hann þá vissum við að hann er leikmaður sem býr yfir miklum gæðum og yrði mikilvægur fyrir okkur í mismunandi stöðum. Hann gefur okkur möguleikana sem við þurfum til þess að geta hvílt mismunandi leikmenn."
Arbeloa er einn af fáum leikmönnum aðalliðsins sem að eru eftir á Melwood þessa vikuna meðan landsleikirnir eru í gangi. Á meðan Benítez er ósáttur með að liðið muni ekki spila fyrr en eftir tvær vikur þá viðurkennir hann að hléið hafi nokkra kosti í för með sér fyrir hann og starfslið hans.
"Við getum kannski átt nokkra frídaga sem að geta gert okkur kleift að eyða meiri tíma með fjölskyldunni, einnig getum við notað hléið til þess að greina leiki í smáatriðum og talað um það sem við þurfum að gera. Á æfingum reynum við að æfa eins venjulega og við getum. Við munum æfa með þeim leikmönnum sem við höfum og virðast vera klárir í næstu leiki. Augljóslega er þetta erfitt vegna þess að það eru fáir leikmenn á æfingunum en við munum blanda saman aðalliðsmönnum og varaliðsmönnum. Við munum halda vinnunni áfram."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!