| Ólafur Haukur Tómasson

Ég hef ekki verið uppá mitt besta

Þrátt fyrir að spila stórt hlutverk í plönum Rafa Benítez og verið fastamaður í aðalliði liðsins, þá er hinn norski John Arne Riise óánægður með spilamennsku sína það sem af er liðið af tímabilinu og hann veit að hann þarf að bæta sig til að geta haldið sæti sínu í liðinu.

Riise sagði: "Ég var ánægður með frammistöðu mína á undirbúningstímabilinu, en þegar tímabil hófst þá fannst mér ég ekki vera að ná minni bestu getu. Ég hef tekið eftir að stuðningsmennirnir hafi ekki verið ánægður með spilamennsku mína og rúmlega það. Ég er sjálfur gagnrýninn og ég veit hvenær ég hef ekki spilað vel. Núna hugsa ég um að verða skæður aftur og vonandi ná aftur minni bestu getu."

Hann segist einnig vonast til þess að með því að ná sinni réttu spilamennsku aftur þá geti hann tryggt sér nýjam samning hjá Liverpool, en hann segist einnig vilja vera út feril sinn á Anfield.

Hann bætti við: "Það eru orðrómar um það að ég sé að fara til Aston Villa í janúar. Ég var í ferð með landsliðinu þá og Liverpool er fremur stórt svo að það var fullt af fólki að spyrja mig um það. Þetta eru bara sögusagnir, það er ekkert til í þessu. Ég á átján mánuði eftir af samningnum mínum hér og ég hef ekki í hyggju á að fara.

Liverpool er það félag sem er næst hjarta mínu og hér á ég heima. Ef að það væri ekki fyrir Liverpool þá væri ég ekki sá leikmaður sem ég er í dag og það er ekki möguleiki á að ég biðji um að vera seldur. Ég vil ljúka ferli mínum hér!"

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan