Liverpool skiptir meira máli en England
Yossi Benayoun segir að enska landsliðið skipti ekki máli fyrir hann meðan hann er leikmaður Liverpool. Öllu máli skiptir að koma sér í leikform fyrir Liverpool frekar en að hjálpa Englandi að komast á EM.
Yossi Benayoun meiddist á nára í sigurleiknum gegn Fulham á laugardaginn og verður líklega frá í um það bil þrjár vikur. Meiðsli Benayoun munu koma í veg fyrir að fyrirliði Ísrael muni spila á sunnudag gegn Rússum í undankeppni EM, en sigur Rússa á Ísraelsmönnum mun binda enda á allar vonir Englendinga um að komast á EM næsta sumar.
Yossi Benayoun átti að spila lykilhlutverk og samkvæmt liðsfélögum hans hjá Liverpool, ensku landsliðsmönnunum Steven Gerrard og Peter Crouch, eru þeir mjög vonsviknir að hann muni ekki getað hjálpað enska liðinu að ná markmiði sínu.
"Steven Gerrard og Peter Crouch hafa verið að gera mig brjálaðan síðustu vikur" sagði Benayoun við ísraelsku sjónvarpsstöðina Israel's Sport 5.
"En heilsa mín fyrir Liverpool er miklu mikilvægari en þarfir enska landsliðsins, ég þarf að hvílast og hugsa vel um mig."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!