Torres byrjar líklega inná gegn Newcastle
Fernando Torres er eini sóknarmaðurinn sem ekki er á ferð með landsliði sínu þessa dagana og það verður að teljast líklegt að hann byrji inná gegn Newcastle á laugardaginn. Torres var ekki kallaður í spænska landsliðið fyrir þessa landsleikjahrinu vegna meiðsla og Rafa Benítez var gríðarlega ánægður með það.
Torres var síðast í byrjunarliði gegn Arsenal í lok október og ekki var það heillavænleg byrjun eftir meiðsli því hann þurfti að fara útaf í hálfleik. Síðan þá hefur hann ekki byrjað leik en hann átti mjög góða innkomu gegn Fulham og skoraði fyrsta mark leiksins þegar allt stefndi í jafntefli.
Þeir Dirk Kuyt, Peter Crouch og Andriy Voronin eru allir að spila með landsliðum sínum á miðvikudaginn og því verður að teljast ansi líklegt að Torres verði í byrjunarliði á laugardaginn kemur.
Annar leikmaður sem hefur verið meiddur, mikið lengur þó, er Harry Kewell. Hann spilaði heilan leik með landsliði Ástrala gegn Nígeríu á laugardaginn og komst óskaddaður frá þeim leik. Var þetta í fyrsta skipti í rúmt ár sem Kewell spilar heilan leik.
Áður en Kewell hitti landsliðshóp Ástrala talaði Benítez um það að hann hefði áhyggjur af því hvernig landsliðið myndi nota hann þar sem Kewell er ekki ennþá 100% klár. En landsliðsþjálfari Ástrala, Rob Baan vill meina að Ástralir hafi gert Benítez greiða með því að láta hann spila í 90 mínútur í vináttuleik.
Hann sagði: ,,Ég held að ég hafi að minnsta kosti hjálpað Benítez að sjá það að Kewell getur spilað í 90 mínútur núna. Hann var mjög góður í fyrri hálfleik og það mátti sjá það í þeim síðari að hann þarf að ná taktinum betur, en hann sýndi það og sannaði að hann er frábær leikmaður."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!