Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Þá er þessu síðasta landsleikjahléi ársins lokið. Leikmenn Liverpool eru nú alls vísari um hvort þeir fá langt eða stutt sumarfrí næsta sumar þegar Evrópukeppni landsliða fer fram. Englendingar eru niðurbrotnir eftir skipbrotið gegn Króötum og ensku landsliðsmennirnir, sem eru á mála hjá Liverpool, fá langt sumarfrí. Það sama má segja um alla Norðurlandabúana. Sem stendur eru það bara Hollendingarnir og Spánverjarnir í Liverpool sem geta reiknað með því að fara til Austurríkis og Sviss næsta sumar til að berjast um sæmdarheitið besta landslið Evrópu.
Allt virtist slétt og fellt í herbúðum Liverpool á meðan landsleikjahléið stóð yfir. Allt þar til síðdegis í gær. Undarlegur blaðamannafundur Rafael Benítez vakti spurningar og ekki fækkaði þeim þegar þeir George Gillett og Tom Hicks sendu frá sér opinbera yfirlýsingu. Það er sannarlega ekki gott að segja hvað sé að gerast nú að tjaldabaki hjá Liverpool Football Club. Í bili skiptir það svo sem ekki máli. Rafael Benítez svaraði því ótt og títt, á blaðamannafundinum í gær, að hann einbeitti sér bara að þjálfun liðsins síns. Vonandi skilar þjálfun hans Liverpool sigri um hádegisbilið á morgun. Já, leikur Liverpool er um hádegisbilið! Það var jú landsleikjahlé!
Liverpool gegn Newcastle United á síðustu sparktíð: Liverpool tapaði á St. James Park eftir að hafa náð forystu. Leikmenn Liverpool fengu umrul af færum en þau, utan eitt, fóru öll forgörðum. Þetta var með fáranlegri töpum.
Spá Mark Lawrenson
Newcastle United v Liverpool
Framkvæmdastjóri Liverpool Rafael Benítez segist ekki þola leiki sem koma strax á eftir landsleikjahléi. Ástæðan er sú að hann segist ekki hafa neinn tíma til að undirbúa leikmenn sína. Newcastle hefur aðeins hlotið eitt stig af síðustu níu mögulegum. Framkvæmdastjóri liðsins Sam Allardyce mun vilja að leikmenn sínir standi almennilega í lappirnar til að snúa því gengi við.
Úrskurður: Newcastle United v Liverpool 1:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!