Steven lætur ekki setja sig út af laginu
Stuðningsmenn Newcaslte United létu sig hafa það að baula á Steven Gerrard í hvert skipti sem hann fékk boltann á St James Park í gær. Ástæðan fyrir baulinu var sú að áhorfendur vildu láta enska landsliðmanninn finna fyrir því eftir að enska landsliðið komst ekki í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða. Steven lét baulið ekki setja sig út af laginu og svaraði vel fyrir sig úti á vellinum. Hann skoraði glæsilegt mark og átti frábæran leik.
"Það eru mikilvægir leikir framundan hjá Liverpool. Ég verð að sópa öllu því sem tengist enska landsliðinu undir teppið og reyna að spila vel með Liverpool. Næst þegar enska landsliðið kemur saman þá verðum við að láta til okkar taka og ég vona að ég komi að því. Ég og allir hinir ensku landsliðsmennirnir verða að taka gagnrýninni sem við fáum. Við brugðumst landinu okkar með því að ná ekki að komast ekki áfram í úrslitakeppnina. Við verðum því gagnrýndir núna og þangað til við náum að gera betur. Ég er nógu reyndur til að vita það."
Þrátt fyrir vonbrigðin með landsliðinu þá gat Steven verið ánægður með leik sinn og félaga sinna í Liverpool gegn Newcastle.
"Þetta var nokkuð öruggur sigur. Við hófum leikinn mjög vel, skoruðum mark og stjórnuðum leiknum öllum eftir það. Við erum reyndar svolítið vonsviknir með að hafa ekki unnið stærri sigur. Ég skoraði með góðu skoti en stigin þrjú voru það sem öllu skiptu. Liðið lék í heild vel og við þurftum að vinna sigur til að halda í við efstu liðin. Það er mikið af góðum liðum í þessari deild og við verðum að halda áfram að vinna til að vera með í toppbaráttunni. Við þurfum að ná góðri rispu og þá sérstaklega um jólin."
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!