Rafa er sjálfsöruggur fyrir leikinn gegn Porto
Rafael Benítez telur að lið sitt geti borið sigurorð af Porto á Anfield á miðvikudagskvöldið og þar með aukið möguleika félagsins á því að komast upp úr riðlinum til muna.
Liðið er með gott sjálfstraust fyrir leikinn og Benítez telur að áhrifin frá Anfield geti spilað stóran þátt í því að leiða liðið til sigurs.
,,Liðið hefur sjálfstraust," sagði Benítez. "Við vitum að þetta verður erfiður leikur vegna þess að Porto er gæðalið og við þurfum að vinna okkar vinnu og sjá hvort það sé mögulegt að spila jafn vel og við gerðum gegn Besiktas."
,,Ég er einnig öruggur um að við getum gert þetta. Við erum lið sem getur spilað undir álagi og kröfum. Við höfum sýnt það. Við höfum átt við okkar vandamál að stríða innan hópsins og það var erfitt að spila gegn Porto úti. En það er mikill munur núna. Fyrir það fyrsta erum við að spila á Anfield og við vitum að við þurfum að vinna til að komast áfram. Það er því nokkuð ljóst hvað þarf til - og ég hef trú á því að við getum það."
,,Porto hafa ekki efni á því að liggja til baka. Ef Besiktas vinnur Marseille þá munu þeir eiga góða möguleika á því að komast áfram í síðasta leiknum þannig að Porto þurfa að koma hingað og reyna að vinna - og það ætti að hjálpa okkur."
,,Fólk mun kannski vonast eftir svipuðum úrslitum og gegn Besiktas en það er mikilvægt að það sýni þolinmæði. við þurfum ekki mörg mörk. Við verðum bara að vinna og ef við gerum það þá getum við farið til Marseille og þar eigum við góða möguleika."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni