Magnþrungið kvöld framundan í Liverpool!
Hver er staðan hjá Liverpool í Meistaradeildinni fyrir hinn mikilvæga leik gegn Porto í kvöld? Sigur þarf að vinnast. Porto leiðir riðilinn sem stendur með átta stig. Marseille er stigi á eftir og svo kemur Liverpool með fjögur stig. Besiktas rekur lestina með þrjú stig.
Það er hugsanlegt að Liverpool falli úr leik í kvöld því tap fyrir Porto myndi fella Liverpool úr keppninni að því gefnu að Marseille myndi vinna Besiktas. Sigur hjá Liverpool myndi koma liðinu í góða stöðu því þá myndi liðið ná sjö stigum. Úrslitin í riðlinum myndu þá ráðast í síðustu umferðinni þegar Liverpool fer til Marseille. Franska liðið leikur gegn Besiktas í Tyrklandi í kvöld og sigur færi langt með að koma liðinu áfram. Þó gæti Liverpool slegið liðið út í síðustu umferð ef liðið leggur Porto að velli í kvöld.
Nóg um vangaveltur því Liverpool þarf einfaldlega sigur og það má búast við magnþrungnu kvöldi á Anfield Road í kvöld. Fyrir utan mikilvægi leiksins má búast við mikilli undiröldu á áhorfendastæðunum. Allir vita um þann ágreining sem er á milli Rafael Benítez og stjórnarformanna félagsins. Hluti stuðningsmanna Liverpool hyggst hafa hátt í kvöld til stuðnings Rafael og hugsanlega munu fá þeir George Gillett og Tom Hicks, stjórnarformenn Liverpool, fá að heyra það. Stór hópur stuðningsmanna Liverpool hyggst þramma frá Sandon kránni að Anfield Road til stuðnings. Nafn Rafael mun því hljóma oft á Anfield Raod í kvöld! Það má því búast við rafmögnuðu andrúmslofti í Musterinu í kvöld.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni