Rafael Benítez þakkar stuðninginn!
Stuðningsmenn Liverpool sýndu stuðning sinn, við Rafael Benítez, í verki í gærkvöldi. Talið er að um tvö þúsund stuðningsmenn Liverpool hafi gengið fylktu liði frá Sandon kránni, sem er í grennd við Anfield Road, að leikvanginum. Göngufólk kyrjaði nafn Rafael og bar borða með áletrunum honum til stuðnings. Á leiknum sjálfum var söngurinn um Rafael Benítez sunginn reglulega. Það fór ekki framhjá neinum að Rafael á stuðning meirihluta stuðningsmanna Liverpool vísan. Rafael kunni vel að meta stuðninginn sem hann fékk og hann þakkaði fyrir sig eftir leikinn.
"Þetta er búið að vera frekar tilfinningaþrungið kvöld og það eru tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi þurftum við að halda okkur inni í Meistaradeildinni. Í annan stað einkenndist kvöldið af stuðningnum sem mér var sýndur. Ég var svo ánægður og stoltur. Ég varð oft að taka mig á við að einbeita mér að leiknum. Vandamálið er að ég get ekki alveg lýst því á ensku hvernig mér líður. Ég get þakkað fyrir mig en ég gæti líka sagt eitt og annað á spænsku en það myndi ekki skiljast. Fyrst og síðast verð ég þó að þakka stuðningsmönnum Liverpool. Ég vissi að það var verið að sýna mér stuðning en ég gat ekki fylgst mikið með því ég var að einbeita mér að því að fylgjast með leiknum. Ég náði þó aðeins að njóta augnabliksins undir lok leiksins. Þakka ykkur fyrir stuðninginn þið voruð frábærir."
Sá stuðningur sem Rafael Benítez var sýndur í gærkvöldi á sér varla nein fordæmi í sögu ensku knattspyrnunnar. Það verður því ekki annað sagt er að stuðningsmenn Liverpool hafi enn einu sinni sýnt að þeir eru einstakir í sinni röð:-)
Hér má sjá myndir sem teknar voru fyrir utan Anfield Road í gærkvöldi...
Rafael þakkar stuðninginn með því að veifa til The Kop.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!