Steven Gerrard jafnar félagsmet
Steven Gerrard gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Hann skorar og skorar og og spilar eins og herforingi. Í gærkvöldi fór hann á kostum gegn Porto. Hann lagði upp tvö mörk og skoraði svo eitt mark úr vítaspyrnu.
Með því að skora gegn Porto jafnaði Steven félagsmet í markaskorun í Evrópukeppni. Markið var 22. mark hans í Evrópukeppni. Hann hefur þar með skorað jafn mörg Evrópumörk og Michael Owen. Segja má að það sé næsta víst að Steven slái metið sem Michael hefur átt frá leiktíðinni 2003/2004 fyrr en síðar.
Hér er listi yfir markahæstu leikmenn Liverpool í Evrópukeppni.
1. Steven Gerrard 22 mörk
2. Michael Owen 22 mörk
3. Ian Rush 20 mörk
4. Roger Hunt 17 mörk
5. Terry McDermott 15 mörk
Í heildina hefur Steven Gerrard nú skorað 83 mörk fyrir Liverpool í 406 leikjum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!