| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Við erum fullir sjálfstrausts
Liverpool hefur skorað sautján mörk í nóvember mánuði og unnið fjóra af fimm leikjum sínum og verið að sýna alveg hreint frábæra spilamennsku. Peter Crouch, sem var einn þeirra leikmanna sem að skoruruðu í stórsigrinum á Porto, segir að liðið sé komið á gott skrið.
"Þetta er að byrja að verða gott núna. Átta mörk gegn Besiktas, fjögur gegn Porto, þrjú gegn Newcastle og tvo á móti Fulham. Við erum fullir sjálfstrausts og ég er vill um að við munum halda áfram frábærri spilamennsku seinni hluta tímabils.
Við erum ósigraðir í deildinni og við verðum að muna það þegar fólk segir að við höfum byrjað hægt, svo að við getum haldið góðu spilamenskunni áfram, ef að við höldum því áfram er ég viss um að við munum enda tímabilið með stæl. Við byrjuðum ekki vel í Meistaradeildinni en við erum enn ósigraðir í deildinni og við verðum að halda því þannig áfram.
Bolton mun vera erfitt, þeir hafa komið sér úr lægð og unnu frábæran sigur á Manchester United, það er ekki mörg lið sem að geta það. Þeir munu vera sjálfsöruggir og munu gefa sig hundrað prósent í leikinn. Við verðum bara að halda einbeitingunni og vera vissir um að við gerum okkar besta."
Peter Crouch hefur ekki gengið vel að festa sig í liði Liverpool í vetur og hefur einungis leikið fimmtán leiki með liðinu og í nokkrum þeirra hefur hann komið inn á sem skiptimaður. Í þessum fimmtán leikjum hefur hann einungis skorað fjögur mörk og hafa þau öll bara komið í Meistaradeildinni.
Peter, sem var markahæsti leikmaðurinn í liði Liverpool á síðustu leiktíð, hefur mikið verið orðaður við sölu frá félaginu en hann á að vera ósáttur með þau fá tækifæri sem að hann hefur fengið í vetur.
"Þetta er að byrja að verða gott núna. Átta mörk gegn Besiktas, fjögur gegn Porto, þrjú gegn Newcastle og tvo á móti Fulham. Við erum fullir sjálfstrausts og ég er vill um að við munum halda áfram frábærri spilamennsku seinni hluta tímabils.
Við erum ósigraðir í deildinni og við verðum að muna það þegar fólk segir að við höfum byrjað hægt, svo að við getum haldið góðu spilamenskunni áfram, ef að við höldum því áfram er ég viss um að við munum enda tímabilið með stæl. Við byrjuðum ekki vel í Meistaradeildinni en við erum enn ósigraðir í deildinni og við verðum að halda því þannig áfram.
Bolton mun vera erfitt, þeir hafa komið sér úr lægð og unnu frábæran sigur á Manchester United, það er ekki mörg lið sem að geta það. Þeir munu vera sjálfsöruggir og munu gefa sig hundrað prósent í leikinn. Við verðum bara að halda einbeitingunni og vera vissir um að við gerum okkar besta."
Peter Crouch hefur ekki gengið vel að festa sig í liði Liverpool í vetur og hefur einungis leikið fimmtán leiki með liðinu og í nokkrum þeirra hefur hann komið inn á sem skiptimaður. Í þessum fimmtán leikjum hefur hann einungis skorað fjögur mörk og hafa þau öll bara komið í Meistaradeildinni.
Peter, sem var markahæsti leikmaðurinn í liði Liverpool á síðustu leiktíð, hefur mikið verið orðaður við sölu frá félaginu en hann á að vera ósáttur með þau fá tækifæri sem að hann hefur fengið í vetur.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan