Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Það gekk mikið á fyrir viku í aðdraganda leiks Liverpool við Newcastle United. Þá voru deilur Rafael Benítez við stjórnarformenn Liverpool í hámæli. Nú viku síðar hefur öldurnar eitthvað lægt. Líklega er þó sjórinn ekki enn orðinn kyrr en það lítur mun betur út með sjólag en fyrir viku. Ég hygg að það muni vera auðvelt að ná sáttum ef vilji allra aðila stendur til þess. Víst er að Rafael Benítez vill ekki fara neitt.
Hafi Rafael Benítez haft einhverjar efasemdir um hug stuðningsmanna Liverpool til sín þá þarf hann ekki lengur að velkjast í vafa. Sá stuðningur sem hann fékk á Evrópuleiknum við Porto í vikunni á sér engin fordæmi í knattspyrnusögunni. Þetta er kannski mikið sagt en ég hef aldrei heyrt um álíka viðbrögð áhorfenda gagnvart framkvæmdastjóra knattspyrnuliðs. Að tvö þúsund stuðngsmenn hafi gengið fylktu liði til að lýsa stuðningi sínum við knattspyrnustjóra er einstakur viðburður. Þeir George Gillett og Tom Hicks eru kannski ekki alveg fullkomlega ánægðir með Rafael. Hann gaf líka höggstað á sér með vanhugsaðri hegðun á blaðamannafundinum fræga. Hegðun hans þar var til vansa. En það er næsta víst að Rafael á stuðning sinna heimamanna vísan.
Liverpool gegn Bolton Wanderes á síðustu sparktíð: Hið nýja ár hefði ekki getað byrjað betur fyrir Rauða herinn. Bolton kom í heimsókn á nýársdag en átti aldrei möguleika. Leikmenn Liverpool komu vel undan áramótunum. Liverpool vann öruggan sigur og jók enn á áramótagleði stuðningsmanna sinna.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Bolton Wanderes
Þó svo að Bolton hafi braggast undir stjórn Gary Megson þá held ég að heimasigurinn gegn Manchester United um síðustu helgi hafi reynt töluvert á liðið. Liverpool hefur enn ekki tapað leik í deildinni og ætti að vinna þennan leik.
Úrskurður: Liverpool v Bolton Wanderes 2:0.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum