Liverpool-Bolton, tölfræði
Í deildarleikjum hefur Liverpool unnið 28 sinnum á Anfield, Bolton 10 sinnum og 16 sinnum hefur orðið jafntefli. Í öllum deildarleikjum gegn liðinu hefur Liverpool unnið 44 sinnum, Bolton 35 sinnum og 29 sinnum hefur orðið jafntefli.
Á síðasta tímabili hóf Liverpool árið 2007 með 3-0 sigri á Bolton og komu öll mörkin í seinni hálfleik. Peter Crouch og Steven Gerrard skoruðu með þriggja mínútna millibili eftir klukkutíma leik og Dirk Kuyt innsiglaði sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok.
Liverpool þarf aðeins eitt mark í viðbóti til að ná hundrað mörkum gegn Bolton í deildinni á Anfield.
Liverpool hefur unnið síðustu fimm leiki sína gegn Bolton í deildinni á Anfield, og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í þessum leikjum.
Liverpool hefur unnið 10 leiki og gert tvö jafntefli á heimavelli gegn Bolton síðan liðið tapaði síðast fyrir þeim þar 2. janúar 1954. Í þessum tólf leikjum skoraði Bolton aðeins fimm mörk.
Liverpool hefur aðeins tapað þremur af síðust 22 leikjum sínum gegn Bolton, heima og heiman.
Í ensku úrvalsdeildinni hefur Liverpool unnið níu og tapað þremur af 16 leikjum liðanna. Liðin hafa átta sinnum mæst á Anfield og hefur Liverpool unnið sjö þeirra og sá áttundi endaði með jafntefli.
Sigur Liverpool á Bolton á Anfield á síðasta tímabili var 1100. sigur þeirra á Anfield.
Dirk Kuyt skoraði 900. mark Liverpool í úrvalsdeildinni í leiknum gegn Bolton í janúar á þessu ári.
Næsti sigur Liverpool verður sá 1.700 í efstu deild.
Fjórir leikmenn Liverpool hafa skorað þrennu gegn Bolton í deildinni; Jack Parkinson (1913), Henry Race (1929), Jimmy Case (1978) og Robbie Fowler. Allir gerðu þeir það á Anfield.
Stærsti sigur Liverpool á Bolton kom á Anfield í september 1930, þegar Liverpool vann 7-2.
Robbie Fowler hefur skorað flest mörk í einum leik gegn Bolton. Hann skoraði fjögur í 5-2 sigri í september 1995.
29. ágúst 2004 tapaði Rafa Benítez sínum fyrsta deildarleik sem framkvæmdastjóri Liverpool í leik gegn Bolton. Kevin Davies skoraði þá eina mark leiksins.
Steven Gerrard vantar nú aðeins tvö mörk upp á að verða 32. leikmaðurinn í sögu klúbbsins sem skorar 50 mörk í deildinni.
Peter Crouch hefur skorað í 27 leikjum fyrir Liverpool - Liverpool hefur unnið 26 af þessum leikjum og gert jafntefli í einum.
Liverpool vantar þrjú mörk upp á að ná 50 mörkum á þessu tímabili.
Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool í vetur, eða 10. Enginn Liverpool-leikmaður náði tveggja stafa tölu í markaskorun á síðasta tímabili fyrr en á nýársdag. Þá var það Peter Crouch.
Liverpool eru ósigraðir í 13 leikjum í deildinni með 27 stig. Aðeins tvisvar á þeim 18 tímabilum sem liðið náði að vinna deildina hefur liðið verið með fleiri stig á sama tíma (byggt á því að 3 stig séu gefin fyrir sigur). 1978-79 (32 stig) og 1987-88 (33 stig).
Þessi 13 leikja hrina er besta byrjun á tímabili í 17 ár en þá tapaði liðið í fyrsta sinn í 15 leikjum á útivelli gegn Arsenal (sá leikur fór fram 2. desember það ár, eða sama dag og þessi leikur).
Næsta mark sem Liverpool fær á sig verður það 100. undir stjórn Rafa Benítez í ensku úrvaldsdeildinni.
Bolton vann síðasta í deildinni á Anfield í janúar 1954, 2-1.
Bolton hafnaði í 7. sæti í deildinni á síðasta tímabili þrátt fyrir að hafa ekki unnið síðustu sex leiki sína.
Þeir spila í Evrópukeppni í vetur í annað sinn, en þeir tóku þátt í UEFA-bikarnum á tímabilinu 2005-06.
Besti árangur þeirra er 6. sætið í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05.
Síðan Gary Megson tók við Bolton-liðinu í október hefur liðið leikið sjö sinnum, unnið einn leik og gert fimm jafntefli.
Christian Wilhelmsson spilaði á Anfield gegn Anderlecht þegar liðið tapaði 3-0 í meistaradeildinni í október 2005.
Bolton hefur aðeins fengið tvö stig á útivelli í vetur með 1-1 jafnteflum gegn Derby og West Ham.
Síðast unnu þeir útisigur gegn Wigan í apríl þegar Andranik Teymurian (2) og Nicolas Anelak skoruðu í 3-1 sigri. Þetta er eini útisigur þeirra í síðustu 12 deildarleikjum.
Danny Guthrie spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool í deildarbikarnum á síðasta tímabili (gegn Reading) og fyrsta mark hans fyrir Bolton kom í sömu keppni í vetur, gegn Fulham. Vegna ákvæða í lánssamningnum má hann ekki spila þennan leik.
Sigur Bolton gegn Manchester United á laugardag lyfti þeim upp í 15. sætið sem er það hæsta sem þeir hafa komist á þessum tímabili.
Liðið hefur ekki unnið tvo leiki í röð í deildinni síðan í apríl.
Gary Speed hefur nú leikið 533 leiki í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. Hann lék sinn 797. leik með félagsliði á ferlinum gegn Man. Utd. um síðustu helgi.
Bolton hefur aðeins einu sinni náð að skora meira en eitt mark í sama leik í vetur - það var þegar þeir unnu Reading 3-0 í ágúst.
Jussi Jäskelainen er sá eini sem hefur leikið alla deildarleiki Volton í vetur.
Nicolas Anelka hefur skorað 58% af deildarmörkum Bolton í vetur (7 af 12). Hann skoraði fimm mörk í 22 leikjum með Liverpool.
Bolton hefur aðeins unnið tvo deildarleiki í vetur. Í báðum leikjunum, gegn Reading og Man. Utd., skoraði Anelka.
Þeir hafa ekki enn tapað deildarleik undir stjórn Gary Megson (þrjú jafntefli og einn sigur).
Með sigrinum á United náði Bolton að halda hreinu í tveimur leikjum í röð. Það var í fyrsta sinn í tæpt ár sem það gerðist.
El-Hadji Diouf skoraði sex mörk í 80 leikjum fyrir Liverpool á árunum 2002-05. Síðasta mark hans kom gegn Bolton.
Tólf manns hafa skorað fyrir Bolton í vetur. Aðeins Nicolas Anelka (8) og Stelior Giannakopoulos (2) hafa skorað oftar en einu sinni.
Liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu 19 deildarleikjum sínum.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum