Jack Hobbs í byrjunarliðið?
Rafael Benítez íhugar nú að setja Jack Hobbs í byrjunarliðið gegn Reading um helgina. Ástæðan er sú að Jamie Carragher hefur fengið fjögur gul spöld í deildinni í vetur og ef hann fær það fimmta fer hann í leikbann. Ef það spjald kæmi gegn Reading yrði Carragher í leikbanni í leiknum gegn Manchester United, og Benítez vill alls ekki missa Carragher fyrir þann leik.
Að auki er Carragher ekki alveg heill, þar sem hann meiddist á rifbeini þegar hann lenti í samstuði við Jose Reina markvörð gegn Bolton, sem Liverpool mátti þakka fyrir að varð ekki að marki. Þessi meiðsli eru þó ekki talin það alvarleg að hann gæti leikið gegn Reading. Jack Hobbs tók stöðu Carragher þegar hann varð að fara af leikvelli gegn Bolton og hann stóð sig með prýði. Þess ber þó að geta að enn er fjarlægur möguleiki á því að Daniel Agger geti leikið þennan leik.
Sjálfur segir Hobbs um málið: "Carra hefur viku til að jafna sig fyrir Reading-leikinn en ef ég get leyst hann af og hjálpað til mun ég gera það. Ég hlakka til þess og mér finnst ég tilbúinn. Ég var dálítið taugaóstyrkur þegar stjórinn sagði mér að klæða mig úr æfingagallanum á sunnudag. Þegar hann kallaði á mig vissi ég ekki að Carra væri meiddur en þegar mér var sagt hvað var í gangi var ég spenntur og taugaóstyrkur. Ég vildi bara fara inn á völlinn og vinna mína vinnu. Þetta er annað skref á ferlinum mínum. Ég krossa puttana og vona að ég fái annað tækifæri gegn Reading, en ég mun halda áfram æfingum og sjá svo hvað gerist."
Þess má til gamans geta að Hobbs lék sinn fyrsta leik með Liverpool í Reading, þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok deildarbikarleiksins gegn þeim fyrr á þessu tímabili. Hann hefur síðan þá einu sinni verið í byrjunarliðinu - gegn Cardiff í Deildarbikarnum.
Jack Hobbs er að öllu jöfnu fyrirliði varaliðs Liverpool. Hann var ekki með liðinu í gærkvöldi þegar það vann sigur á Everton. Fjarvera hans úr þeim leik gæti bent til þess að honum sé ætlað hlutverk í leiknum gegn Reading um helgina.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!