| Arnar Magnús Róbertsson
TIL BAKA
Gerrard: Mér er sama
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool hefur skorað 9 mörk á tímabilinu, aðeins tveimur minna en Arsenal maðurinn Cesc Fabregas. Gerrard segist þó vera sama um hversu mörg hann skori.
Gerrard segir að hann væri ánægður að vera á eftir Spánverjanum unga í markaskorun ef Liverpool kæmist fyrir ofan Lundúnaliðið á töflunni, aðeins taflan sem telur sagði Gerrard.
"Nei, nei. Ég ber mig ekki saman við aðra leikmenn. Ég ber Liverpool og Arsenal saman og Liverpool og Chelsea."
"Ef Fabregas og Lampard skora fleiri mörk en ég en við endum ofar en þeir á töflunni þá kvarta ég ekki. Mörk eru mikilvæg en stigin eru þó mun mikilvægari."
If Gerrard heldur áfram að skora þá mun hann bæta met sitt í mörkum skoruðum sem er 23 mörk á tímabili. Gerrard viðurkennir að hann setji sér markmið á hverju tímabili en neitar þó að gefa það upp.
"Ég vil skora eins mörg mörk og ég get" sagði hann "Ég set mér markmið í byrjun hvers tímabils, sem ég ætla að halda útaf fyrir mig! En hlutirnir eru að ganga mjög vel þessa stundina."
Þrjú af mörkum Gerrards á tímabilinu hafa komið af vítapunktinum en hann viðurkennir að hann sé ekki viss um að hann sé vítaskytta liðsins.
"Þjálfarinn segir fyrir leiki hver tekur vítin. Hann breytir og skiptir, ég veit ekki hvernig hann ákveður þetta.
"Ég er að skora nokkur því Xabi Alonso er meiddur. Ég er að reyna að skora eins mörg og ég get þangað til hann kemur aftur."
Síðasta mark Gerrards kom um helgina í 4-0 sigrinum á Bolton en í þeim leik lagði hann líka upp tvö mörk.
Frábærar fyrirgjafir og magnaðar stungusendingar eru kannski ekki eins minnistæðar og mörkin sem hann skorar en fyrirliðinn segir að það sé alveg jafn góð tilfinning að leggja upp mörk eins og að skora þau.
"Ég fæ alveg jafnmikla ánægju út úr því að leggja upp mörk, ég hef alltaf gert það. Það er gott að skora mark en að leggja upp fyrir aðra gefur mér mikla ánægju líka, það er partur af vinnunni minni sem miðjumanni."
Gerrard segir að hann væri ánægður að vera á eftir Spánverjanum unga í markaskorun ef Liverpool kæmist fyrir ofan Lundúnaliðið á töflunni, aðeins taflan sem telur sagði Gerrard.
"Nei, nei. Ég ber mig ekki saman við aðra leikmenn. Ég ber Liverpool og Arsenal saman og Liverpool og Chelsea."
"Ef Fabregas og Lampard skora fleiri mörk en ég en við endum ofar en þeir á töflunni þá kvarta ég ekki. Mörk eru mikilvæg en stigin eru þó mun mikilvægari."
If Gerrard heldur áfram að skora þá mun hann bæta met sitt í mörkum skoruðum sem er 23 mörk á tímabili. Gerrard viðurkennir að hann setji sér markmið á hverju tímabili en neitar þó að gefa það upp.
"Ég vil skora eins mörg mörk og ég get" sagði hann "Ég set mér markmið í byrjun hvers tímabils, sem ég ætla að halda útaf fyrir mig! En hlutirnir eru að ganga mjög vel þessa stundina."
Þrjú af mörkum Gerrards á tímabilinu hafa komið af vítapunktinum en hann viðurkennir að hann sé ekki viss um að hann sé vítaskytta liðsins.
"Þjálfarinn segir fyrir leiki hver tekur vítin. Hann breytir og skiptir, ég veit ekki hvernig hann ákveður þetta.
"Ég er að skora nokkur því Xabi Alonso er meiddur. Ég er að reyna að skora eins mörg og ég get þangað til hann kemur aftur."
Síðasta mark Gerrards kom um helgina í 4-0 sigrinum á Bolton en í þeim leik lagði hann líka upp tvö mörk.
Frábærar fyrirgjafir og magnaðar stungusendingar eru kannski ekki eins minnistæðar og mörkin sem hann skorar en fyrirliðinn segir að það sé alveg jafn góð tilfinning að leggja upp mörk eins og að skora þau.
"Ég fæ alveg jafnmikla ánægju út úr því að leggja upp mörk, ég hef alltaf gert það. Það er gott að skora mark en að leggja upp fyrir aðra gefur mér mikla ánægju líka, það er partur af vinnunni minni sem miðjumanni."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan