Danny Guthrie hefur staðið sig vel
Miðjumaðurinn efnilegi Danny Guthrie hefur verið í láni hjá Bolton Wanderes á þessari leiktíð. Hann hefur staðið sig með miklum sóma þar og er orðinn eftirsóttur til kaups. Nú í dag greinir staðarblaðið Echo frá því að Fulham hafi áhuga á að kaupa Danny. Í blaðinu er því haldið fram að félagið sé tilbúið að borga þrjár milljónir sterlingspunda fyrir hann.
Danny fór til Bolton áður en þessi leiktíð hófst. Hann lék nokkra leiki í stjórnartíð Sammy Lee en eftir að Gary Megson tók við stjórn Bolton hefur hann verið fastamaður í liðinu. Danny hefur leikið mjög vel og honum líkar lífið vel hjá Bolton. Hann vill þó spila með Liverpool þegar fram í sækir.
"Það er góð reynsla fyrir mig að leika hérna í hverri viku. Hérna eru fínir strákar og ég nýt þess að spila hérna. Ég hef ekkert frétt ennþá frá Liverpool. Ég vil bara halda áfram að spila og standa mig vel. Ég sé svo til hvað gerist í lok leiktíðarinnar en ég vil bara spila knattspyrnu.
Liverpool er félagið mitt. Ég hef farið og horft á nokkra Evrópuleiki hjá liðinu á þessari leiktíð. Ég fylgist vel með þeim hvenær sem þeir spila. Ég elska félagið og sé mig sem leikmann þess í framtíðinni. Vonandi gengur það eftir en ef ekki þá er ég búinn að sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni