Torres getur spilað þrjá leiki í röð
Rafa Benítez hefur ekki áhyggjur af Fernando Torres þó svo að hann muni spila næstu þrjá leiki frá byrjun en nærvera Torres skýtur mótherjum liðsins skelk í bringu þessa dagana. Þessir leikir eru mjög mikilvægir en áframhald í Meistaradeild Evrópu liggur undir sem og hörð barátta í deildinni.
Síðast þegar Torres mætti á Madjeski Stadium fékk hann óblíðar móttökur frá varnarmönnum Reading en hann svaraði því með því að skora þrennu.
Næstu tveir leikir á eftir heimsókn til Reading eru Marseille á þriðjudaginn og Manchester United koma svo í heimsókn sunnudaginn 16. desember. Benítez hefur ekki áhyggjur af Torres þó svo að hann myndi spila í öllum þessum leikjum en hann er þó ekki búinn að ákveða hverjir verða í byrjunarliðinu gegn Reading á morgun.
Benítez sagði: ,,Ég held að það verði erfitt fyrir alla leikmenn okkar vegna þess að Reading eru líkamlega sterkir. Það verður sérstaklega erfitt fyrir sóknarmennina. En Torres er nógu sterkur, hann hefur hæfileikana og svo er hann mjög hreyfanlegur. Þannig að ef að liðið spilar vel þá getur hann þolað líkamlega hlutann af leiknum."
,,Það verður erfitt að stöðva Torres þar sem hann hreyfir sig mjög mikið. Hann hvíldi í mánuð fyrir skömmu þannig að hann er frískur og við getum notað hann oftar nú."
,,Lykilatriðið hjá mér er að vita hvaða leikmenn maður á að nota þegar það eru aðeins tveir til þrír dagar á milli leikja. En Torres er heill og við eigum ekki í neinum vandamálum með að láta hann spila tvo eða þrjá leiki í röð."
Benítez sagði einnig að nokkrir leikmenn eru betur undir það búnir að spila marga leiki í röð.
,,Við reynum að stjórna leikmönnunum en nokkrir leikmenn geta höndlað svona leiki betur en aðrir," sagði hann. ,,Ég get nefnt einn, Momo Sissoko, hann getur spilað á mjög háu tempói og verið klár eftir tvo eða þrjá daga. Aðrir leikmenn sem eru eldri eða spila í annari stöðu gætu þurft fjóra til fimm daga. Þannig að maður þarf að vita um þessa hluti."
,,Torres er leikmaður sem getur spilað fyrir liðið, en ég er ánægður með alla sóknarmennina okkar. Voronin getur skilað sínu, Crouch og Kuyt líka. Þeir leggja allir hart að sér til að verjast fyrir liðið og allir geta sótt fram og skorað mörk. Ég er því mjög ánægður með sóknarmennina okkar."
Varðandi það hvort Jamie Carragher spili gegn Reading, en hann brákaði rifbein gegn Bolton og er einnig í hættu með að vera í banni gegn Manchester United, sagði Rafa: ,,Ég held að Jamie verði orðinn góður hvað varðar rifbeinin. Hvað varðar gulu spjöldin þá er hann reyndur leikmaður og hann þekkir stöðuna, við höldum að hann geti passað sig."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!