Svona er staðan!
Liverpool leikur gríðarlega mikilvægan leik við Marseille í kvöld. Sá leikur sker úr um hvort liðið fer áfram í Meistaradeildinni. En hvað getur enn gerst í riðlinum? Hér er farið yfir alla möguleikana sem eru reyndar nokkrir. Þessi umfjöllun birtist á vefsíðu BBC.
Málið er einfalt. Liverpool fer örugglega áfram í keppninni ef liðið vinnur sigur á Marseille í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni. Ef liðið tapar þá er það úr leik. Málið verður á hinn bóginn flókið ef Liverpool og Marseille gera jafntefli. Marseille vann sigur á Liverpool á Anfield fyrr í keppninni. Jafntefli myndi því skila liðinu áfram á kostnað þeirra Rauðu að því tilskildu að Porto vinni Besiktas eða þá að þau lið geri jafntefli í hinum leiknum í riðlinum.
En ef Liverpool og Marseille gera jafntefli og Besiktas kemur á óvart með því að vinna sigur á Porto þá komast þeir Rauðu áfram. Ef svona færi þá myndu Liverpool, Marseille og Porto öll hafa átta stig. Liverpool færi þá áfram með besta markahlutfallið í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða.
Einfalt er það en einfaldir hlutir geta samt stundum orðið flóknir. Til að lesendur geti velt öllum þessum möguleikum fyrir sér þá er hér staðan í riðlinum.
Porto 5. 2 2 1 6:7. 8.
Marseille 5. 2 1 2 6 :5. 7.
Liverpool 5. 2 1 2 14:5. 7.
Besiktas 5. 2 0 3 4:13. 6.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!