Queiroz hrósar Torres og Benítez
Carlos Queiroz aðstoðarframkvæmdastjóri Manchester United hrósar Fernando Torres í hástert og bætir við að Rafa sé frábær framkvæmdastjóri.
Queiroz ítrekar að leikmenn United verði vel á verði gegn Liverpool á sunnudaginn og sér í lagi gæta þess að Fernando Torres láti ekki að sér kveða: "Torres er eins og örn. Hann sér möguleika sem aðrir sjá ekki og hann hefur getuna til að nýta sér hættuleg svæði með eða án boltans. Torres hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og ég hef hrifist af honum. Hann hefur breytt spili Liverpool til hins betra. Hann klárar færin sín vel og hann veitir Liverpool aukakraft sem liðið hafði ekki áður. Við verðum að vera á varðbergi gagnvart honum því hann er hættulegur. Við höfum þó alltaf trú á okkar mönnum og reynum að hafa ekki of miklar áhyggjur en við vitum hversu góður hann er. "
Queiroz undrast ennfremur þá gagnrýni sem Rafa hefur orðið fyrir á þessu tímabili: "Ég hef verið í Englandi í fimm ár og aldrei séð Liverpool eins sterkt á þessum tímapunkti og á þessu tímabili. Eftir allt sem Rafa hefur afrekað hjá Liverpool á hann ekki skilið að vera undir slíkri pressu. Ég hef þekkt hann um langt skeið og hann er frábær þjálfari og frábær náungi."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!