Arbeloa er tilbúinn
Alvaro Arbeloa er tilbúinn að takast á við Cristiano Ronaldo á sunnudaginn kemur. Hann ætti að kannast ágætlega við þetta hlutverk eftir að hann hélt Lionel Messi niðri í leikjunum gegn Barcelona á síðasta tímabili.
,,Cristiano er einn besti leikmaðurinn í heiminum en ég hef trú á því hvernig ég spila sjálfur," sagði Arbeloa. ,,Ég vil bara spila. Hægri bakvörður eða vinstri bakvörður, það skiptir engu máli fyrir mig."
,,En við erum á Anfield þannig að við verðum að vinna fyrir stuðningsmenn okkar."
Arbeloa verður líklega í byrjunarliðinu þar sem Steve Finnan verður líklega ekki klár í slaginn vegna meiðsla á mjöðm. Þar sem Ronaldo er vanur að skipta á milli kanta í leikjum er líklegt að Arbeloa þurfi að glíma við hann á einhverjum tímapunkti í leiknum.
,,Hann er frábær leikmaður, en við erum að verjast vel," bætti Arbeloa við. ,,Við höfum mikið sjálfstraust eftir leikinn á þriðjudaginn. Síðasti leikur okkar í deildinni var kannski ekki besti leikur okkar. Ég veit ekki af hverju. Ég held að við höfum ekki verið að einbeita okkur um of að leiknum við Marseille."
,,En í síðustu 10 leikjum höfum við unnið vel og vegna þess að við erum á heimavelli eigum við meiri möguleika á því að vinna."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!