Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Eftir farsæl ferðalok í Frakklandi er komið að næsta stórverkefni. Það er sannarlega stórt í sniðum og það verður mikið undir þegar Rauði herinn tekur á móti Rauðu djöflunum á sunnudaginn. Bæði liðin eru nú við topp deildarinnar. Manchester United er sex stigum á undan en Liverpool á leik til góða. Það ríður því mikið á að Liverpool nái að herja fram sigur í þessum leik. Liverpool hefur ekki lagt Manchester United að velli á Anfield Road í deildarleik frá því á leiktíðinni 2001/2002 og það er svo sannarlega kominn tími á næsta sigur. Liverpool vann reyndar 1:0 heimasigur yfir Manchester United í F.A. bikarnum á leiktíðinni 2005/2006 og sama uppskrift kæmi sér vel á sunnudaginn. Þá vann Liverpool með mikilli baráttu og að auki hafði liðið það lán með sér sem tl þurfti. Það sama og þá núna takk fyrir!
Liverpool leysti Evrópuverkefni sitt í Frakklandi með miklum sóma á þriðjudagskvöldið. Liðið lék frábærlega og leikurinn er nú þegar kominn á spjöld Evrópusögu Liverpool sem einn magnaðasti Evrópusigur Liverpool á útivelli. Er þó af ýmsum mögnuðum útisigrum að taka. Það er svo sem ekki gott að segja á hverju stuðningsmenn Liverpool áttu von á í Frakklandi en líklega varð útkoman enn betri en flestir höfðu gert sér vonir um. Vonandi gengur allt að óskum gegn Manchester United eins og á móti Marseille!
Liverpool gegn Manchester United á síðustu sparktíð: Í þessum leik áttu sér stað ósanngjörnustu úrslit á Anfield Road í minni elstu manna og þá er vægt til orða tekið! Rafael Benítez sagðist, þegar úrslitin lágu fyrir, ekki eiga orð á spænsku hvað þá á ensku yfir það sem yfir hafði gengið. Hann var ekki einn um það að vera orðalaus.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Manchester United
Liverpool vinnur þennan leik því leikmenn liðsins vita að þeir verða að vinna hann ef þeir ætla sér að gera atlögu að titlinum. Þeir töpuðu tvívegis fyrir United á síðustu leiktíð. Liverpool fékk þó fullt af marktækifærum í leikjunum og mér fannst þeir vera svolítið óheppnir að tapa þeim.
Ég get þó ekki með nokkru móti skilið af hverju fólk er svona spennt fyrir leikjum þessara liða. Leikirnir eru aldrei skemmtilegir. Reyndar má segja að þeir séu alveg hundleiðinlegir!
Úrskurður: Liverpool v Manchester United 1:0.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni