Endurtekið efni frá síðustu leiktíð
Það var endurtekið efni, í leik Liverpool og Manchester United á Anfield Road, í leik liðanna í dag. Liverpool gerði ein mistök og þau kostuðu tap. Liverpool átti ekki skilið að tapa en eftir stendur að liðið hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð.
Leikurinn byrjaði að sjálfsögðu af miklu krafti. Eins og svo oft áður í leikjum liðanna var lítið um opin færi. Það máttu engu muna að Liverpool næði forystu um miðjan hálfleikinn. Hörð atlaga var gerð að marki gestanna eftir hornspyrnu. Edwin Van Der Sar kom út úr markinu en missti af boltanum. Boltinn barst til Harry Kewell sem náði skoti að marki. Skotið var ekki fast en boltinn stefndi í markið. Því miður náði Oliveira Anderson að bjarga á marklínu. Hættan var ekki afstaðin en Fernando Torres skallaði frákastið framhjá. Litlu síðar sendi Steven Gerrard aukaspyrnu fyrir markið. Edwin kom út úr markinu en rakst á einn varnarmanna sinna. Boltinn datt ofan á höfuð Rio Ferdinand og stefndi að marki. Dirk Kuyt elti boltann en náði ekki að koma honum í markið því Patrice Evra bjargaði á síðustu stundu. En líkt og í leik liðanna á sama stað á síðustu leiktíð þá var það Manchester United sem náði forystunni gegn gangi leiksins. Gestirnir fengu hornspyrnu á 43. mínútu. Hornspyrnan var send út fyrir vítateiginn á Wayne Rooney. Hann var það óvaldaður og skaut að marki. Boltinn fór inn á markteiginn þar sem Carlos Tevez náði að stýra honum í markið. Enginn dekkaði Carlos sem hefði átt að vera rangstæður. Þar gleymdi Yossi Benayoun sér þar sem hann stóð við fjærstöngina en allir aðrir varnarmenn Liverpool voru farnir út í teiginn. Aðalmistökin lágu þó í því að Wane skyldi ekki vera dekkaður þegar hornspyrnan var tekin. Gestirnir fögnuðu og gátu svo farið sáttir til búningsherbergja þegar flautað var til hálfleiks.
Liverpool sótti mest allan síðari hálfleikinn en gestirnir héldu sig skiljanlega í vörninni sem þeir spiluðu mjög vel. Lengi vel gekk illa að skapa færi. Sóknin varð þó skarpari eftir að Ryan Babel kom inn fyrir Harry. Það var rétt tæpur stundarfjórðungur eftir þegar Ryan átti frábært skot utan vítateigs sem fór hárfínnt framhjá. Sókn Liverpool þyngdist nú stöðugt og það gaf gestunum færi á skyndisóknum. Úr einni slíkri fékk Wayne Rooney algert dauðafæri. Cristiano Ronaldo komst þá upp að teignum og sendi fyrir á Wayne en hann skaut framhjá. Sókn Liverpool var þung síðustu mínúturnar en vörn United var sem fyrr þétt fyrir. Á lokamínútunni fékk Liverpool aukaspyrnu fyrir utan vítateiginn. Steven Gerrard tók spyrnuna en skot hans fór rétt yfir. Ekki gekk að jafna og aðra leiktíðina í röð mátti Liverpool þola tap á heimavelli fyrir Manchester United eftir að hafa gert ein mistök í leiknum. Liverpool verðskuldaði ekki að tapa þessum leik en hann tapaðist samt!
Liverpool: Reina, Arbeloa, Hyypia, Carragher, Riise (Aurelio 80. mín. ), Benayoun, Gerrard, Mascherano, Kewell (Babel 65. mín.), Torres og Kuyt (Crouch 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Itandje og Lucas.
Gul spjöld: Steven Gerrard og Javier Mascherano.
Manchester United: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Ronaldo, Hargreaves, Anderson (O´Shea 90. mín.), Giggs, Rooney of Tevez (Carrick 83. mín.). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Saha og Fletcher.
Mark Manchester United: Carlos Tevez (43. mín.).
Gul spjöld: Patrice Evra, Oliveira Anderson og Wes Brown.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.459.
Maður leiksins: Javier Mascherano. Argentínumaðurinn stóð sig mjög vel á miðjunni. Hann barðist eins og ljón og gaf ekki tommu eftir frekar en venjulega.
Álit Rafael Benítez: Við sköpuðum okkur ekki mörg marktækifæri en þeir fengu ekki heldur mörg. Við áttum tvö góð færi í fyrri hálfleik en náðum ekki að notfæra okkur þau. Þeir sköpuðu sér eitt færi. Við gerðum okkur seka um mistök þegar þeir skoruðu en maður þarf að nota sín færi. Það er of snemmt að halda því fram að við eigum ekki möguleika á titlinum því það er mikið eftir enn."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!