Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Á morgun er forsmekkurinn fyrir jólatörnina. Á þessari leiktíð telur jólatörnin þrjá deildarleiki. Þótt það sé svo sem nóg þá hafa leikirnir stundum verið fleiri. Liverpool hefur nú mátt þola tvö ósanngjörn töp í röð. Fyrst gegn Manchester United í deildinni og svo fyrir Chelsea í Deildarbikarnum. Liverpool á því möguleika á einum titli minna en fyrir viku. Í báðum þessum leikjum var Liverpool að spila gegn mjög sterkum liðum. Þegar upp var staðið réði það sama úrslitum. Í báðum leikjunum náði Liverpool ekki að nota þau marktækifæri sem gáfust en andstæðingarnir gerðu það sem til þurfti.
Staða Liverpool í deilinni er sterk en hún mætti vera enn sterkari. Lykillinn að því að styrkja stöðuna fyrir jólatörnina er að vinna Portsmouth sem er á svipuðum slóðum og Liverpool. Það verður hægara sagt en gjört því Portsmouth hefur náð frábærum árangri á ferðalögum sínum um England það sem af er þessarar leiktíðar. Það er prófraun framundan fyrir Liverpool og hana þarf liðið af standast! Nú er skammdegið hvað svartast og sigur myndi lyfta geði stuðningsmanna Liverpool og færa jólagleðina til okkar í fyrra fallinu. Gáttaþefur kemur í nótt og vonandi skellir hann þremur stigum í skóinn hjá Rafael Benítez og lærisveinum hans!
Liverpool gegn Portsmouth á síðustu sparktíð: Liverpool sótti og sótti en ekkert gekk. Portsmouth lék mjög góðan varnarleik og slápp frá Anfield Road sem eitt stig í farteksinu.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Portsmouth
Portsmouth eru á miklu skriði eftir sex útisgra í röð í Úrvalsdeildinni en þeir töpuðu á heimavelli fyrir Tottenham um síðustu helgi. Liverpool er mjög sterkt móti svona liðum á heimavelli og liðið ætti að geta haft hemil á hinum vel útfærðu skyndisóknum Portsmouth.
Úrskurður: Liverpool v Portsmouth 2:0.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna