Sami meiddur
Sami Hyypia varð að fara meiddur af velli í sigurleiknum gegn Derby í gærdag. Ekki er enn vitað um hversu alvarleg meiðsli hans eru. Hann fer í læknisskoðun í dag og þá kemur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. Sami hefur leikið frábærlega að undanförnu og það væri mjög bagalegt ef hann myndi missa úr leik eða leiki.
Sami fór af leikvelli snemma í síðari hálfleik gegn Derby. Rafael Benítez hafi þetta að segja um meiðsli Sami eftir leikinn: "Sami átti í vandræðum vegna meiðsla á ökkla og við verðum að sjá til með hvernig hann hefur það. Ég verð að tala við lækninn."
Það er því alls óvíst hvort Sami Hyypia getur leikið gegn Manchester City á sunnudaginn. Fregnir í gær hermdu að Daniel Agger sé rétt við að verða leikfær en það verður þó að teljast mjög ólíklegt að hann verði settur æfingarlaus inn í byrjunarliðið í þann mikilvæga leik. Jack Hobbs er tiltækur en svo gæti allt eins verið að Sami verði búinn að ná sér af meiðslunum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!