Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Jólatörnin hjá Liverpool hófst vel. Reyndar stóð góð byrjun hennar mjög tæpt svo ekki sé fastara að orði kveðið því sigurmarkið gegn Derby kom ekki fyrr en á lokamínútu leiksins. Steven Gerrard skoraði þá enn einu sinni gullvægt mark. Ekki í fyrsta sinn sem fyrirliðinn lætur til sín taka á þessu Herrans ári sem nú rennur senn sitt skeið.
Þetta er síðasti leikur Liverpool á þessu ári. Það eru nokkuð blendnar tilfinningar hjá stuðningsmönnum Liverpool nú við þessi áramót. Mörgum mikilvægum spurningum er ósvarað. Hefur liðinu farið fram á þessu ár? Er félagið í öruggum höndum þeirra Geoerge Gillett og Tom Hikcs? Mun nýr leikvangur einhvern tíma rísa af grunni? Nær liðið að blanda sér almennilega í baráttuna um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð? Síðasta spurningin er sú sem kannski mestu skiptir um þessar mundir. Það er nokkuð í efsta liðið og Liverpool getur ekki annað en reynt að elta og vonast til að liðin þrjú sem nú eru fyrir ofan misstigi sig. Fyrst og síðast þarf Liverpool samt að vinna sína leiki. Svo einfalt er það nú! Við vonum að þetta ágæta ár endi vel! Gleðilegt ár:-)
Liverpool gegn Manchester City á síðustu sparktíð: Liðin mættust í Manchester undir vorið í miklum hita. Þetta var, fram til þessa, heitasti dagur ársins á Bretlandi. Leikmenn virtust vera í hálfgerðu móki og leikurinn var eftir því rólegur.
Spá Mark Lawrenson
Manchester City v Liverpool
Ég held að þetta verði einn erfiðasti heimaleikur City hingað til á leiktíðinni og ég hugsa að liðið muni tapa í fyrsta sinn á Eastlands leikvanginum.
Liverpool hefur náð frábærum árangri á útivöllum gegn City í gegnum árum. Ég sé það fyrir mér að liðið geti haldið sínu góða gengi áfram og þá sérstaklega þar sem svo litlu munar á liðunum í stigatöflunni.
Úrskurður: Manchester City v Liverpool 0:2.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!