Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Fyrsti leikur nýs árs er framundan hjá Liverpool og hann boðar lok jólatarnarinnar hjá liðinu. Fram til þessa hjá Liverpool unnið einn leik og gert eitt jafntefli. Báðir jólatarnarleikirnir hingað til hafa verið á útivelli en nú er loksins, á níunda degi jóla, komið að heimaleik og törnin endar á honum. Svo stutt er til Wigan frá Liverpool að segja má að þetta sé grannaslagur. Hvernig svo sem leikurinn flokkast þá er ljóst að Liverpool getur ekki leyft sér annað en að hefja árið af krafti og sigur er alger nauðsyn!
En hvernig er staðan nú við upphaf nýs árs? Það er vissulega óþægilega langt í efsta lið deildarinnar en það verður þó að teljast að Liverpool eigi bærilega möguleika á því að verða enskur meistari á vori komanda. Undanfarnar leiktíðir hefur Liverpool verið enn lengra á eftir efstu liðunum á þessum tíma árs. Þess vegna er staðan alls ekki sem verst. Það má þó ljóst vera að Liverpool verður að ná mjög góðri rispu það sem eftir lifir leiktíðar til að ná toppsætinu. Allt getur þó gerst og við verðum að vona það besta.
Liverpool gegn Wigan Athletic á síðustu sparktíð: Liverpool vann öruggan sigur á Anfield Road í vorsólinni. Allt gekk eins og best varð á kosið og Dirk Kuyt var á skotskónum.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Wigan Athletic
Ég hef svolitlar áhyggjur af Wigan. Maður heyrir fólk segja að liðinu verði óhætt þegar ellefu bestu leikmenn liðsins verði leikfærir. Vandamálið er að það gengur illa að ná mönnunum heilum. Steve Bruce er góður framkvæmdastjóri en þegar Emile Heskey, besti maður liðsins, er svona óheppinn með meiðsli þá verða menn óhjákvæmilega áhyggjufullir. Ég held að Liverpool vinni öruggan sigur.
Úrskurður: Liverpool v Wigan Athletic 3:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!